Tuesday, March 23, 2010

Prozac Nation [2001]

Did you know that there are over 300 million prescriptions filled for Prozac each year in the United States alone?


Prozac Nation er gerð eftir sjálfsævisögu Elizabeth Wurtzel. Prozac Nation var metsölubók en þrátt fyrir það höfðu lesendur mjög skiptar skoðanir á henni. Prosaz Nation fjallar um nokkur ár í lífi Wurtzel eftir að hún hefur nám við Harvard. Foreldrar Wurtzel skildu þegar hún var ung og þegar hún kemst á kynþroska aldur verður hún mjög þunglynd. Hún berst við þunglyndi næstu árin og nær það hámarki þegar hún er í Harvard.
Christina Ricci leikur Elizabeth og gerir það alveg ótrúlega vel hlutverkið tekur mikið á þar sem Lizzie er grátandi, miður sín, full eða dópuð alla myndina. Michelle Williams leikur Ruby herbergisfélaga Lizzie og þrátt fyrir lítið hlutverk er hún áberandi góð. Jason Biggs og Jonathan Rhys-Meyers leika kærasta Lizzie (2 mismunandi ekki þann sama) og Jessica Lange leikur mömmu hennar. Hlutverk ofverndandi, yfirgnæfandi og hreint og beint óþolandi móðurinnar er án efa mjög erfitt hlutverk að leika. Jessica Lange gerir það ansi vel hún yfirgnæfir aldrei Ricci en tekur sínar tilfinningasveiflur ótrúlega vel.

“Gradually, then suddenly.” That´s how depression hits. You wake up one morning, afraid that you´re going to live.


Verð hinsvegar að segja að leikstjórn myndarinnar fór mjög í taugarnar á mér. Ég veit ekki hvort leikstjórinn (Eric Skjoldbjærg) hefur gaman að því að brjóta “reglurnar” eða hvort hann gerir það til að láta stemmningu myndarinn passa við geðsveiflur Lizzie. En myndavélin hoppar endalaust yfir línuna svo maður veit aldrei hvernig senan snýr. Klippingin hökti og gat verið allt of hröð eða alltof hæg. Lýsingin í myndinn var líka frekar vafasöm og má þá til dæmis nefna atriði þar sem mamma Lizzie dregur frá í herberginu hennar og þegar hún kemur við gardínuna blikkar allt ljósið, verður dökkt og skrítið á litinn og svo fyllist herbergið aftur af nákvæmlega sama ljósi og var áður en hún dró frá. Einngi virðast þeir hafa dubbað stóran part af myndinni og það er alltof augljóst þegar líður á myndina.


Handritið af myndinni var að mínu mati hennar versti galli. Þessi mynd sannfærði mig um það að ég á ekki að horfa á myndir þar sem ég hef lesið og líkað við bókina sem hún var gerð eftir. Myndin fer alls ekki öruggu leiðina en karakter Lizzie verður samt einhvern vegin Lizzie light. Þunglyndi hennar kemur illa fram í handritinu, hún virðist frekar þjást af geðhvarfasýki eða bara að vorkenna sér aðeins of mikið. Í bókinni eru lýsingar á þunglyndi Lizzie mun dýpri og þar sem myndin notast við Lizzie sem sögumann hefðu þessar lýsingar auðveldlega getað komið fram. Í þessu felst galli handritsins, Lizzie verður alveg heiftarlega óviðkunnanleg. Hún vælir og vælir og kvartar og kveinar án þess að áhorfandi fái nokkurn tímann almennilega að vita hver hugsun hennar er á bakvið þetta allt þrátt fyrir að hún sé malandi hugsanir sínar yfir alla myndin. Augljóst verður eftir stutt áhorf að handritshöfundur myndarinnar (Galt Niederhoffer) hefur aldrei þurft að kljást við þunglyndi og getur því ekki skilið það eða komið því á framfæri.

Það kemur mér ekki á óvart að Elizabeth Wurtzel höfundi bókarinnar hafi mislíkað myndin mjög og ég held að aðdáendur bókarinnar hafi verið sviknir með gerð þessarar myndar. Ég tók allavega þá ákvörðun að fara mjög varlega í að horfa á myndir sem gerðar eru eftir bókum sem ég hef lesið aftur.
Ég vil samt ekki segja að þetta sé hræðileg mynd, það er pottþétt hægt að finna sér verri leiðir til að eyða 90 mínútum. En þú verður að hafa töluverðan áhuga á þunglyndi og skilja það nokkuð vel til þess að njóta hennar, aðalega til þess að þú komist í gegnum myndina án þess að vilja drepa Lizzie. En ef þið hafið áhuga á sögunni myndi ég eindregið mæla með bókinni frekar en myndinni.

Sometimes it feels like we are living in a Prozac Nation. The United States of depression.

Trailerinn:

Sunday, February 21, 2010

Pieces of April [2003]

April Burns: I'm the first pancake.
Evette: What do you mean?
Eugene: She's the one you're supposed to throw out.

Ég get ekki fyrir mitt litla líf útskýrt afhverju ég horfði á þessa mynd. Katie Holmes með bleikt hár og svart máluð um augun að reyna að líta út eins og e-ð allt annað en Joey Potter úr Dawson's Creek. Fyrstu mínútur myndarinnar eru heldur ekki neitt til að draga þig inn. Hlutirnir gerast hægt og útlitið á myndinni með myndavél sem hristist og lélegri lýsingu gefur manni tilfinninguna að leikstjórinn (Peter Hedges) hafi verið rosalega ákveðinn í að búa til indie mynd.








Pieces of April fjallar um stelpu sem býr í lélegu hverfi í New York með kærastanum sínum. Þau ákváðu að bjóða fjölskyldunni hennar í mat á Thanksgiving og áhorfandi fylgist annars vegar með April lenda í miklum vandræðum við að reyna að gera matinn tilbúinn og hinsvegar með fjölskyldunni keyra til New York. Mamma April (Patricia Clarkson) er með krabbamein og þetta er líklega síðasta Thanksgiving máltíðin hennar. Með henni ferðast pabbi April (Oliver Platt), systir hennar(Alison Pill), bróðir hennar (John Gallagher Jr.) og elliglöp amma (Alice Drummond).

Snemma í myndninni verður það skýrt að samband fjölskyldunnar við April er ekki gott. Þau virðast varla hafa talast við í nokkur ár og allir kvíða fyrir að hittast á ný.

Þegar April byrjar að elda kalkúninn kemst hún að því að ofninn hennar virkar ekki. Hún labbar þá um blokkina og leitar að nágranna sem getur lánað henni ofn. Margir áhugaverðir karakterar birtast við þessa leit og áhorfandi kemst að ýmsu um April.
Það sem sýnt er af fjölskyldunni í bílnum kemst maður fljótt að því að mamman hefur ákveðið að lifa síðustu mánuðunum alveg eins og henni sýnist. Hún er dónaleg, sér húmor í illkvitnustu hlutum og reykir gras frá syninum. Pabbinn reynir að halda fjölskyldunni saman og virðist vera sá eini sem hefur saknað April. Systirin er eins óþolandi og þær gerast. Hún hefur greinilega ákveðið að verða móðirin í fjölskyldunni þegar mamma hennar varð veik. Hún segir fólki fyrir verkum, ofverndar mömmuna og er mjög greinilega mikið á móti April. Amman og bróðirin hinsvegar eru frekar litlir karakterar sem þjóna frekar litlum tilgangi nema kannski nokkur móment þar sem áhorfandi fær að hlægja.





Leikurinn í myndinni er að mínu mati alveg ótrúlega góður. Ég hafði ekki mikla trú á Katie Holmes en hún stóð sig ótrúlega vel (fyrir utan eitt atriði þar sem hún brotnar niður og grætur á alveg ótrúlega ósannfærandi vegu, en ég komst að því seinna að það var dubbaður grátur yfir setningu sem gefur henni nú smá afsökun fyrir því hvað þetta atriði var skrítið). Patricia Clarkson fékk óskarstilnefningu fyrir hlutverkið og á það fyllilega skilið að mínu mati, hún er ótrúlega góð í hlutverki óviðkunnanlega krabbameinssjúklingsins. Derek Luke sem leikur Bobby kærasta April heldur sínu litla hlutverki líka ótrúlega vel uppi. Hann er pínu tilgangslaus nokkurn veginn bara settur þarna til að hafa svartan kærasta sem fjölskyldunni getur litist illa á og dæmt frá fyrstu sýn. En hann leikur sínar senur vel og er mjög trúverðugur sem góði kærastinn sem vill gera allt fyrir April og allt til að koma vel fyrir hjá fjölskyldunni. Einn yndilegasti leikarinn í myndinni er samt Sean Hayes (úr Will&Grace) hann leikur einn af nágrönnunum sem April leitar til. Persóna hans er mjög skrítin og furðuleg en Hayes nær honum fullkomlega. Það verður reyndar að viðurkennast að persóna hans passar svolítið illa inn í myndina og maður fær það á tilfinninguna að Hedges hafi snúið sér við í leikstjórastólnum einn daginn og sagt: Þetta er að verða svolítið þunglyndislegt hjá okkur fáum Sean Hayes til að koma og gera e-ð fyndið. En málið er að Hayes virkar ótrúlega vel í hlutverki furðulega nágrannans og það mætti ekki sleppa honum úr myndinni.


Ég var frekar hrifin af uppsetningu og útfærslu handritsins. Myndin minnir mig aðeins á Home for the Holidays. Þetta plot með fjölskyldu að koma saman á Thanksgiving, svarti sauðurinn, stífa systirinn.... En þar kynnist maður persónunum frekar vel í byrjun og svo gengur öll myndin út á samtöl fjölskyldunnar þar sem áhorfandi kemst að fleiri og fleiri hlutum. Í Pieces of April hins vegar veit maður ekkert um persónurnar í byrjun og maður fær að vita nokkur smáatriði þegar líður á myndina. Áhorfandi fær aldrei alla söguna og Hedges vorkennir aldrei neinum og dæmir aldrei neinn sem gefur hlutlausa sjón á persónur myndarinnar. Enginn er vondi karlinn og ósamkomulag fjölskyldunnar er engum að kenna. Myndin snýst ekki um að komast að því afhverju fjölskyldunni kemur ekki saman heldur að sjá hvort að þau geti látið sér koma saman eitt kvöld áður en að mamman deyr.

Joy Burns: This way, instead of April showing up with some new piercing or some ugly new tattoo and, God forbid, staying overnight, this way, we get to show up, experience the disaster that is her life, smile through it, and before you know it,
we're on our way back home.

Leikstjórn myndarinn pirraði mig í fyrstu, myndavélin hristist, lýsingin er léleg og allt var einhvern veginn með ríka indie fílinginn. Þá meina ég tilfinninguna sem maður fær þegar leikstjóri sem hafði slatta af pening til að gera mynd ákveður samt að gera indie mynd af því að það er kúl. En það leið ekki langur tími þar til að sá stíll fór að passa við myndina og hætti því að fara í taugarnar á mér. Þetta er fyrsta myndin sem Hedges leikstýrir en á undan þessari mynd hafði hann skrifað handritið að What's eating Gilbert Grape og About a Boy. Hedges fékk víst ða fylgjast vel með þegar þessum myndum var leikstýrt og ákvað því að leikstýra Pieces of April sjálfur. Myndin er tileinkuð móður hans sem lést úr krabbameini og því fannst honum þetta verk of persónulegt til að einhver annar fengi að leikstýra henni.

Í enda myndarinnar er henni pakkað fallega saman í pakka með slaufu ofan á þegar öll fjölskyldan hittist og eftir það eru engin samtöl, einungis tónlist og myndin skiptir yfir í myndasýningu. áhorfandi fær u.þ.b. 3 mínútur af myndum af öllum að borða og skemmta sér áður en kreditlistinn byrjar. Ég verð samt að segja að ég er sátt við að þessi mynd var með hamingjusaman endi því hitt hefði einfaldlega verið of þunglyndislegt. En ég veit ekki með þessa myndasýningu. En því meira sem ég pæli í því hefði handritið aldrei virkað ef að April og Joy(mamman) hefðu átt e-ð heilmikið samtal og öll fjölskyldan og gestir kynnt fyrir hvoru öðru og álíka vesen. Svo myndasýningin gæti bara verið besta lausnin.

Ég hafði gaman af þessari mynd, nágrannarnir eru oft frábærar aukapersónur og aðalpersónurnar eru trúverðugar. Myndin er einungis 1 klukkutími og 20 mín og það er akkurat passlegt til að koma öllum söguþræðinum frá sér án óþarfa samtala og kynninga á persónum.

Hér er trailerinn (að mínu mati frekar lélegur):

Friday, February 12, 2010

The Hills Run Red [2009]

"Everybody is expendable for the good of the movie"
The Hills Run Red hefur ansi klisjukenndan söguþráð. Hryllingsmyndanörd sem hefur mikinn áhuga á gamalli hryllingsmynd fer með vini sína í skóginn þar sem myndin var tekin upp. En þegar þau koma þangað komast þau að því að ekki var allt með felldu við upptöku myndarinnar. Það segir ansi margt um myndina að hún hefur aðeins 5.6 í einkunn á IMDB og að eitt commentið um hana þar lýsir henni svona: Horrible mess with tits. Sem að ég myndi segja að væri nokkuð góð lýsing á myndinni.
Meðan ég horfði á myndina varð ég aðeins of viss að leikstjóri hennar (Dave Parker) og handritshöfundar (John Carcietta, John Dombrow og David J. Schow) gætu ekki verið annað en hryllingsmynda nördar því myndin bar sterkan keim af því að þeir hefðu horft á aðeins of mikið af hryllingsmyndum til að koma með frumlega hugmynd. Mér leið eins og ég væri að horfa á einhverja samblöndu af Halloween, Texas Chainsaw Massacre, Blair Witch Project og Cigarette Burns.
Einhver að elta hóp af krökkum í skógi, típíska stoppið á bensínstöð þar sem krakkarnir hitta grunnsamlegt fólk og morðingi með creepy grímu. Einnig laumaðist að mér smá Scream fílíngur í litlum atriðum þar sem "reglur hryllingsmynda" eru ræddar.


Í byrjun myndarinnar sjáum við ungan strák skera af sér andlitið bút fyrir bút fyrir framan spegil. Þetta gaf mér smá von um að ég væri að fara að horfa á skemmtilega hryllingsmynd þar sem atriðið var mjög flott gert og setti upp mjög truflaðan aðalkarakter.
Því miður hvarf þessi von hratt þegar myndin sjálf byrjaði og ég fór að skilja þetta imdb comment. Ekkert thriller- eða slasher-legt gerist næstu ~40 mínúturnar. Hins vegar eru allavega 15-20 stelpur berar að ofan á fyrstu 15 mínútunum.
Á þessum fyrstu 40 mínútum fylgjumst við með Tyler (Tad Hilgenbrink) sem er hryllingsmynda nörd með gamla mynd sem heitir The Hills Run Red á heilanum. Myndin var tekin úr sýningu vegna þess að hún var of ógeðsleg og leikstjóri hennar W.W Concannon (William Sadler) virðist horfinn af yfirborði jarðar. Tyler finnur dóttur Concannon, Alexa (Sophia Monk) og fær hana til að koma með sér of vinum sínum að leita að eintaki af upprunalegu myndinni.
Myndin var tekin upp í skóginum í kringum hús Concannon fjölskyldunnar og þegar hópurinn kemur á svæðið fara skrítnir hlutir að gerast og vinirnir komast að því að Concannon tók leikstjórn sína kannski full alvarlega.


Myndin er hættulega fyrirsjáanleg og manni finnst að leikstjórinn og handritshöfundarnir hafi ekki almennilega nýtt sér það sem þeir höfðu.
Þeir búa til flókna baksögu við Concannon fjölskylduna og fá þar af leiðandi mjög truflandi karaktera sem gætu haft svo mikil áhrif á áhorfanda. En Parker fellur í hina típísku gryfju að láta morðingja myndarinnar og Concannon verða æsta og leyfa leikurunum að ofleika karakterana sína. Að mínu mati eru morðingjar og siðblindar persónur alltaf miklu óhugnalegri þegar þær eru rólegar og yfirvegaðar.
Ég held að flestir sem hafa yfirhöfuð gaman af hryllingsmyndum og horfi á mikið af þeim geti alltaf haft gaman af þessari mynd. Hún hefur sína galla en það er samt alveg hægt að njóta hennar morðinginn er flottur þó hann sé illa nýttur og Sadler leikur Concannon mjög vel. Ég hafði einnig gaman af því að pikka út litlu momentin sem voru eins og aðrar myndir.
Ég myndi hins vegar ekki mæla með henni fyrir fólk sem horfir bara á hryllingsmyndir af og til og hefur engan sérstakan áhuga á þeim. Það eru miklu betri myndir þarna úti.
Trailerinn:

Monday, February 8, 2010

Dead Like Me: Life After Death

Dead Like Me: Life After Death[2009] er framhald af sjónvarpsþáttum sem hétu Dead Like Me sem sýndir voru 2003-2004. Þegar hætt var með sjónvarpsþættina grátbáðu aðdáendur um eina seríu í viðbót. En ákveðið var að gera "direct to DVD" mynd og sjá hvernig henni myndi ganga.
Þættirnir fjölluðum um 18 ára stelpu, George Lass (Ellen Muth), sem deyr þegar hún verður fyrir klósettsetu úr geimstöð. Þar sem George hafði ekki tekið neina stefnu í lífinu var hún gerð að "Grim Reaper" þegar hún dó. Hún fær yfirmann, Rube (Mandy Patinkin), sem stjórnar hóp af Reaperum. Á hverjum degi fékk hver Reaper post-it miða með nafni, stað og stund. Nafnið var manneskja sem var að fara að deyja, staður og stund sýndir hvenær og hvar það myndi gerast. Hlutverk Reapersins var að komast á réttum tíma á staðinn og taka sálina úr manneskjunni áður en hún myndi deyja. Í þáttunum dó fólk yfirleitt á mjög ófyrirsjáanlega og oft kómíska vegu. Einnig fylgdist sjónvarpsáhorfandi með George uppgötva að hún hafði áhrif á fjölskylduna sína. Í næstum hverjum þætti fór hún til fjölskyldunnar og fylgdist með lífi þeirra eftir dauða hennar.

Ég hafði mjög gaman af þáttunum og var því meira en til í að sjá þessa mynd. Nokkrar breytingar voru gerðar. Einni leikkonu var skipt út, karakterinn Daisy sem var Reaper í hópnum hennar George var leikin af Laura Harris í þáttunum en af Sarah Wynter. Það þarf ekki nema að sjá mynd af þessum tveimur leikkonum til að skilja hvað þetta hafði mikil áhrif á karakterinn og þar af leiðandi allan hópinn. Harris lék strangari systurlegri Daisy meðan Wynter tók grunnhyggni Daisy of langt og hún varð alltof pirrandi. Einnig losuðu þeir sig við Rube sem var að mínu mati mjög skemmtilegur karakter og ég saknaði hans mikið í myndinni. En það að losa sig við Rube er það sem myndin gengur út á.

Dead Like Me: Life After Death snýst um það að Rube er farin og Reaperarnir hans fá nýjan yfirmann, Cameron Kane (Henry Ian Cusick). Hann breytir öllum venjum sem Rube hafði og fær Reaperana fljótt á sitt band, nema George. George finnst hann alltaf grunsamlegur og reynir að vinna á móti honum. Á sama tíma brýtur hún allar reglur og hefur samband við systur sína, Reggie (Britt McKillip). Eftir að hún hughreystir systur sína og nær að koma hinum Reaperunum gegn Cameron. Nær hún að binda ágætis slaufu um líf sitt.

Það þarf ekki meira en þessa söguþráðslýsingu til þess að sannfæra mann um að myndin er ekkert að fara að slá í gegn. Ætla bara að gera smá gallalista:
1. Kaldhæðnin er horfin. Þættirnir höfðu alltaf sterkan kaldhæðinn húmor í öllum senum, það var aldrei neitt of klisjukennt eða væmið. Myndin nær hinsvegar aðeins einu fyndnu dauðaatriði og alltof mikilli væmni þegar það kemur að sambandi George og systur hennar.
2.Önnur hver regla sem sett var í þáttunum er brotin. Það var hamrað á því í gegnum 2 seríur að hún gæti aldrei sagt fjölskyldunni sinni frá því að hún væri George (Reaperar fá nýtt útlit) en í myndinni kemst hún upp með það ekkert mál. Einnig sést Mason (Callum Blue) einn af Reperunum á öryggismyndavél einu sinni en samkvæmt þáttunum ætti nýja "eftir dauða útlitið" hans að sjást á myndavélinni.
3.Karakterarnir breytast of mikið, að mínu mati. Þegar Rube er farin vantar mikið í þáttinn. uppáhalds atriðin mín voru oftast senurnar þar sem allir sátu saman á Waffle house og Rube var að skammast eða þau voru að ræða lífið og vegin. Persónurnar virkuðu svo vel saman. En einhvern veginn eru allir karakterarnir aðeins öðruvísi: George og Roxy (Jasmine Guy) eru ekki jafn kaldar og Daisy er meira pirrandi. Mason er held ég alveg eins og í þáttunum en þegar öllu er breytt í kringum hann virkar karakterinn ekki jafn vel.
4.Það er bara ekkert merkilegt við myndina, leikurinn er oftast sæmilegur, hvorki tónlistin né leikstjórnin er neitt eftirtektaverð og söguþráðurinn skilur ekkert eftir sig.

Myndin hafði örugglega einhverja þýðingu fyrir mestu aðdáendurnar en að mínu mati átti helst að sleppa þessu. Myndin hafði ekki kaldhæðnina, dýptina eða þennan óútskýranlega x-factor sem lætur áhorfandann þurfa meira, sem þættirnir höfðu.

Hér er trailerinn:

Tuesday, January 19, 2010

Sherlock Holmes



Það er nærri ár síðan ég heyrði fyrst af þessari mynd og e-ð við hana vakti strax áhuga minn. Það er að segja e-ð meira heldur en Robert Downey Jr. En þegar ég loks gat farið á hana var ég orðin hrædd. Það er rosalega erfitt að bíða svona lengi eftir mynd, heyra svona mikið af henni og vera ekki búin að mynda sér skoðun eða byggja upp væntingar. Ég á mjög erfitt með að njóta myndar sem ég hef heyrt of mikið um, sérstaklega ef það eru góðir hlutir. En Sherlock Holmes olli mér ekki vonbrigðum.

Eins og allir vita eru aðalleikarar myndarinnar Robert Downey Jr og Jude Law. Myndinni er leikstýrt af Guy Ritchie og framleidd af fólki sem á myndir eins og I am Ledgend, Happy Feet, RocknRolla og Die Hard 3 að baki. Svo það er greinilegt að ekki skorti pening við framleiðslu myndarinnar. Útkoman er ansi mikil Hollywood útgáfa af Sherlock Holmes.
Myndin er alveg ótrúlega flott, þá er ég ekki að tala um einhverjar major tæknibrellur eða risastór bardaga atriði. Heldur skotin sem sýna London. Tölvugerða gamla London. Myndin hefur öll grátt yfirbragð og það eru alveg ótrúlega flott green screen shot yfir alla London þar sem verið er að byggja Tower Bridge.
Annað sem ég tók sérstaklega eftir er tónlistin í myndinni. Oftar en einu sinni þegar fólk er að slást eða hús eru að springa er þaggað niður í hljóðinu og tónlist sett yfir. Sem mér finnst koma ótrúlega vel út.
Ég ætla ekki að fjalla neitt sérstaklega um leikinn þar sem ég get ekki verið hlutlaus, hef dýrkað Robert Downey síðan ég var svona 11 ára. Ætla bara að fá að nefna hvað mér fannst greinilegt að Guy Ritchie hefur séð Downey í Chaplin.
Því þá kem ég að húmor myndarinnar. Húmor myndarinnar er blanda af fyrirsjáanlegum Body húmor, fólk að detta um tunnur og þess lags og kaldhæðnum one linerum. Kannski var ég í bíósal fullum af ótrúlega einföldu fólki eða húmor myndarinnar heppnast sérstaklega vel.

Mæli með fyrir alla að endilega prufa og ekki taka fólk of alvarlega þegar það segist hafa lesið allt um Sherlock Holmes og þetta sé ekki rétt mynd af karakternum. Athugið það sjálf þetta er alveg ótrúlega accurate lýsing af karakternum, aðal Hollywood áhrifin eru þau að Doyle skrifar 60 Holmes bækur einungis í einni þeirra er Irene Adler (Rachel McAdams) nefnd. En handristhöfundar ákveða að nýta karakterinn því engin Hollywood mynd lifir án allavega einnar ástarsenu.

Hér er trailerinn:

Friday, December 4, 2009

Imaginary Heroes [2004]


"One of two things happens when you meet your heroes-either they're *beep* or they're just like you. Either way you always lose"

Imaginary Heroes fjallar um fjölskyldu sem er mjög ónáin enginn talar almennilega saman og fylgist ekki með hvoru öðru. En þegar eldri sonurinn fremur sjálfsmorð liggur fjölskyldan eftir í molum. Eldri sonurinn heiti Matt (Kip Pardue) og er einn besti sundmaður BNA og mjög vinsæll en yngri sonurinn Tim (Emile Hirsch) er ófélagslyndur, lærði á píanó en hefur aldrei sýnt hæfileika (neitar að spila) og hefur aldrei fallið inn í fjölskylduna.
Áhorfandinn fylgist svo með hverjum fjölskyldumeðlim kljást við sorgina á sína vegu.
Þegar Matt skýtur sig verður pabbinn mjög hlédrægur, mamman hálf missir sig og Tim þarf að reyna að finna sér nýjan stað innan fjölskyldunar.


Fyrir mörgum árum sá ég American Beauty og hataði hana. Imaginary Heroes minnir mig að mörgu leiti á hana nema hún pirraði mig ekki jafn mikið. Ég á samt alveg ótrúlega erfitt með að mynda mér skoðun á myndinni. Hún hefur mörg skemmtileg atriði og góðan leik, en er með aðeins og þunglynt viðhorf um lífið og mikinn áróður um sjálfsmorð. Ég verð að segja að ef þið viljið horfa á mynd með pælingar um sjálfsmorð horfið þá frekar á Wristcutters: A Love Story hún er miklu betri.
Það sem gerði það erfitt fyrir mig að horfa á myndina er það að þeir tóku að sér of mörg vandamál og náðu ekki að fara yfir þau öll. Ég er ekki að segja að ég vilji að allar myndir sem ég horfi á þurfi að taka X mörg vandamál og ganga fullkomlega frá þeim öllum í lok myndarinnar. En mér finnst Imaginary taka aðeins of mörg vandamál sem þeir gleymdu svo að minnast aftur á.
Einnig byrja þeir á að sýna það að mamman sé í rifrildi við nágranna konuna en höfundurinn tók þá ákvörðun að láta áhorfandann bíða þangað til seint í myndinni með að komast að því hverju þær eru að rífast yfir. (SPOILER) Í ljós kemur að mamma Tim og Matt (Sigourney Weaver) svaf hjá eiginmanni nágranna konunar, höfundur felur þetta til að við vitum ekki að Tim og Kyle besti vinur hans séu bræður. En þær upplýsingar koma öðru vandamáli myndarinnar af stað, því að þeir sváfu saman á fylleríi. Það er einmitt eitt af því sem er gert sem major vandamál í einu atriði og er svo aldrei nefnt aftur.
En aftur að rifrildinu. Ég náði aldrei að hafa skoðun á þessu rifrildi því að það er erfitt að tengjast svona tilfinningaflækju þegar þú veist ekki um hvað hún snýst. Held að þetta hefði virkað betur ef áhorfandinn hefði vitað frá byrjun um hvað rifrildið snerist.

Ástæðan fyrir því að ég fann þessa mynd og horfði á þessa mynd var sú að Michelle Williams lék í henni en hún leikur Penny, eldri systur Matt og Tim. Reyndar kom í ljós að hún leikur lítið og frekar og ómerkilegt hlutverk. en gerir það vel.
Leikurinn í þessari mynd er yfirhöfuð mjög góður, Jeff Daniels sem leikur pabbann er ótrúlega góður þrátt fyrir lítið hlutverk, honum tekst að láta mann skilja pabbann og finn til með honum þrátt fyrir að vera ótrúlega óviðkunnalegur.
Sigourney Weaver sem leikur mömmuna gerir það ótúlega vel. Hafði sjúklega gaman af senunni þar sem hún er stoned.

Ok ætla að reyna að mynda mér skoðun um þessa mynd. Hún er frekar ófrumleg og típískt fjölskyldudrama bleak artí mynd. Með yfirdrifnum táknum eins og það að enginn heyrir í byssuskotinu inni í húsinu því að fjöslkyldan talar ekki saman, sér ekki hvort annað og heyrir ekki í hvoru öðru.
Einnig er myndin stundum mjög undarlega skrifuð, ég lá í hláturkasti eftir þessa setningu:
Penny Travis: Is there such a thing as the human heart, now there's the better question.
Tim Travis: Well, if you listen closely, you can hear 'em breaking.

Hins vegar er myndin mjög vel leikin og lýsir nokkuð vel hvernig fólk getur brugðist við mikilli sorg á mismunandi vegu.

Trailer:


Ágætis atriði:

Yojimbo



Ætla ekki að fjalla um söguþráð myndarinnar þar sem við horfðum á hana í tíma og ég líka bara náði honum ekki alveg.

Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég er ekki góð í að horfa á myndir sem eru á tungumáli sem ég skil ekki. Tók sérstaklega vel eftir því þegar við horfðum á frönsku myndina í síðustu viku. Ég festist í því að fylgjast með textanum í stað myndarinnar og missi af því sem er í gangi. Já þetta er ákveðin fötlun sem þarf að vinna í en hún heftir allavega hæfileika minn til þess að njóta myndarinnar.

Ég fór á imdb til að athuga skoðanir annarra um myndina og komst að þeirri niðurstöðu að ég virðist vera sú eina sem hafði ekki gaman af þessari mynd. Ok myndin er ótrúlega flott á pörtum, alveg mögnuð skot. En mér finnst leikurinn misgóður, sagan ganga hægt og mörg (flest?) slagsmála atriðin eru spes og artí.

Ætla ekki að vera að dissa mynd sem allir virðast elska nema ég. Og ég skal horfa á hana aftur seinna þegar ég læri að horfa á myndir á tungumálum sem ég tala ekki og vonast til að kunna að meta hana þá.

Talandi um ofleik og langdregni: