Prozac Nation er gerð eftir sjálfsævisögu Elizabeth Wurtzel. Prozac Nation var metsölubók en þrátt fyrir það höfðu lesendur mjög skiptar skoðanir á henni. Prosaz Nation fjallar um nokkur ár í lífi Wurtzel eftir að hún hefur nám við Harvard. Foreldrar Wurtzel skildu þegar hún var ung og þegar hún kemst á kynþroska aldur verður hún mjög þunglynd. Hún berst við þunglyndi næstu árin og nær það hámarki þegar hún er í Harvard.
Christina Ricci leikur Elizabeth og gerir það alveg ótrúlega vel hlutverkið tekur mikið á þar sem Lizzie er grátandi, miður sín, full eða dópuð alla myndina. Michelle Williams leikur Ruby herbergisfélaga Lizzie og þrátt fyrir lítið hlutverk er hún áberandi góð. Jason Biggs og Jonathan Rhys-Meyers leika kærasta Lizzie (2 mismunandi ekki þann sama) og Jessica Lange leikur mömmu hennar. Hlutverk ofverndandi, yfirgnæfandi og hreint og beint óþolandi móðurinnar er án efa mjög erfitt hlutverk að leika. Jessica Lange gerir það ansi vel hún yfirgnæfir aldrei Ricci en tekur sínar tilfinningasveiflur ótrúlega vel.
“Gradually, then suddenly.” That´s how depression hits. You wake up one morning, afraid that you´re going to live.
Verð hinsvegar að segja að leikstjórn myndarinnar fór mjög í taugarnar á mér. Ég veit ekki hvort leikstjórinn (Eric Skjoldbjærg) hefur gaman að því að brjóta “reglurnar” eða hvort hann gerir það til að láta stemmningu myndarinn passa við geðsveiflur Lizzie. En myndavélin hoppar endalaust yfir línuna svo maður veit aldrei hvernig senan snýr. Klippingin hökti og gat verið allt of hröð eða alltof hæg. Lýsingin í myndinn var líka frekar vafasöm og má þá til dæmis nefna atriði þar sem mamma Lizzie dregur frá í herberginu hennar og þegar hún kemur við gardínuna blikkar allt ljósið, verður dökkt og skrítið á litinn og svo fyllist herbergið aftur af nákvæmlega sama ljósi og var áður en hún dró frá. Einngi virðast þeir hafa dubbað stóran part af myndinni og það er alltof augljóst þegar líður á myndina.
Handritið af myndinni var að mínu mati hennar versti galli. Þessi mynd sannfærði mig um það að ég á ekki að horfa á myndir þar sem ég hef lesið og líkað við bókina sem hún var gerð eftir. Myndin fer alls ekki öruggu leiðina en karakter Lizzie verður samt einhvern vegin Lizzie light. Þunglyndi hennar kemur illa fram í handritinu, hún virðist frekar þjást af geðhvarfasýki eða bara að vorkenna sér aðeins of mikið. Í bókinni eru lýsingar á þunglyndi Lizzie mun dýpri og þar sem myndin notast við Lizzie sem sögumann hefðu þessar lýsingar auðveldlega getað komið fram. Í þessu felst galli handritsins, Lizzie verður alveg heiftarlega óviðkunnanleg. Hún vælir og vælir og kvartar og kveinar án þess að áhorfandi fái nokkurn tímann almennilega að vita hver hugsun hennar er á bakvið þetta allt þrátt fyrir að hún sé malandi hugsanir sínar yfir alla myndin. Augljóst verður eftir stutt áhorf að handritshöfundur myndarinnar (Galt Niederhoffer) hefur aldrei þurft að kljást við þunglyndi og getur því ekki skilið það eða komið því á framfæri.
Það kemur mér ekki á óvart að Elizabeth Wurtzel höfundi bókarinnar hafi mislíkað myndin mjög og ég held að aðdáendur bókarinnar hafi verið sviknir með gerð þessarar myndar. Ég tók allavega þá ákvörðun að fara mjög varlega í að horfa á myndir sem gerðar eru eftir bókum sem ég hef lesið aftur.
Ég vil samt ekki segja að þetta sé hræðileg mynd, það er pottþétt hægt að finna sér verri leiðir til að eyða 90 mínútum. En þú verður að hafa töluverðan áhuga á þunglyndi og skilja það nokkuð vel til þess að njóta hennar, aðalega til þess að þú komist í gegnum myndina án þess að vilja drepa Lizzie. En ef þið hafið áhuga á sögunni myndi ég eindregið mæla með bókinni frekar en myndinni.
Sometimes it feels like we are living in a Prozac Nation. The United States of depression.
Trailerinn:
Mjög fín færsla. 8 stig.
ReplyDelete