Mér tókst að horfa á alla myndina án þess að átta mig á því að þetta væri An Education, mynd sem var tilnefnd til 3 óskarsverðlauna og 8 BAFTA verðlauna. ég hef hyert um hana og lesið um hana en tengdi bara aldrei myndina sem ég var að horfa á við umfjöllunina. Ég ætla að kenna þreytu um þessa lélegu heilastarfsemi. Mér tókst allavega að horfa á hana án þess að vita að ég var að horfa á verðlaunamynd. Sem mér finnst samt mjög gott því væntingar eyðileggja mjög auðveldlega fyrir mér myndir.
Ég vissi ekkert þegar ég byrjaði að horfa á myndina ég þekkti andlitin á leikurunum og datt fljótt inn í söguþráðinn. Myndin fjallar um Jenny (Carey Mulligan) sem er 16 ára. Hún byrjar að hitta mann á fertugsaldri, David (Peter Sarsgaard) og fellur fyrir lífinu sem hann getur boðið henni. Myndin er byggð á ævisögu Lynn Barber. Jenny er tilgerðarleg skólastelpa sem þráir að vera fáguð og David er eldri maður sem getur boðið henni ferðir til París, tekið hana á fína veitingastaði og stóra tónleika. Hann býður henni glamúr lífið sem hún hefur alltaf þráð svo maður skilur afhverju hún er tilbúin að fara í þetta samband. Hins vegar er hann barnalegur og skrítinn þegar það kemur að kynlífi, dularfullur varðandi starf sitt og í raun jafn tilgerðarlegur og Jenny. Mér finnst Saarsgard mjög góður í þessu hlutverki hann gefur frá sér frekar ógeðfelldan “vibe” en á sama tíma er hann sjarmerandi. En eftir að sambandið er hafið líður ekki langt þar ég missti allan áhuga. Mig vantaði að vita að þau hefðu áhuga á hvoru öðru ekki bara að nota hvort annað. Það vantar meiri spennu í þetta samband svo áhorfandi tengist því betur. Hafa David áhugaverðari eða sambandið ástríðumeira. Því í seinni hluta myndarinnar þegar áhorfandi kemst að því að David er ekki búinn að segja Jenny allan sannleikann þarf það að hafa áhrif, það skipti mig allavega engu máli að hann hafi logið að henni.
Leikstjórnin á myndinni er ekkert sérstaklega eftirtektarverð, nema í Parísarsenunni. Þau fara saman til París og öll skot eru varlega tekin þar sem myndin gerist í kringum 1960 og því mega ekki sjást nútímabyggingar, bílar eða neitt slíkt. Og þetta er ótrúlega vel gert, París á að vera heitasti draumur Jenny og þessar senur í París eru ótrúlega fallegar og rómantískar.
Leikararnir eru ótrúlega góðir. Hreimurinn hans Sarsgaard er örlítið vafasamur en eftir að ég las brot úr ævisögu Lynn Barber ( http://www.guardian.co.uk/culture/2009/jun/07/lynn-barber-virginity-relationships ) skilur maður Sarsgaard betur. Simon raunverulegi maðurinn sem Lynn Barber kynntist var ljótur, þybbin og með tilgerðarlegan hreim. Eftir þá lýsingu kemur Sarsgaard miklu betur út. Mulligan er líka mjög góð. Hún lýtur stundum út fyrir að vera full gömul til að leika Jenny en maður er svo vanur Hollywood að ráða þrítuga leikara til að leika 16 ára krakka að það að Mulligan hafi verið fullorðinsleg fór aldrei í taugarnar á mér. Einnig má nefna Emmu Thompson, hún er í örfáum senum en hún er jafn frábær og hún er alltaf. Thompson og Mulligan tengjast ótrúlega vel og samtölin á milli þeirra eru ótrúlega vel leikin. Tónlistin í myndinni fór oft í taugarnar á mér, hún á svo til hryllilega yfirdrifin.
Ég átti erfitt með endann, mér finnst þeir flýta sér of mikið í gegnum hann. Jenny er vansæl, hún finnur lausn og lifir hamingjusöm til æviloka. Þetta gerist á 5 mínútum. Veit ekki hvort þetta hafi verið handritið eða klippiferlið en mér finnst allavega eitthvað hafa farið úrskeiðis með endann. Á örlítið erfitt með að gefa ástæður fyrir því hvað mér finnst að endanum án þessa að spoila myndinni alveg svo ég ætla bara að segja að Jenny hefur rökstutt ákvarðanir sínar vel í gegnum myndina en allt í einu svíkur hún allar sínar skoðanir og fer aftur á brautina sem pabbi hennar hafði sagt henni að fylgja.
Mér fannst myndin alls ekki léleg en fannst hún ekkert frábær heldur. Hafði gaman að leikurunum og finnst parísarsenan svo flott að hún nægði mér alveg til að líka við alla myndina. Skil það að Carey Mulligan hafi fengið svona mikið af tilnefningum en veit ekki alveg með handritið og myndina sjálfa.
Trailer:
Mér fannst þessi mynd ótrúlega krúttleg (eða var það bara Carey Mulligan?). Ég get svo sem tekið undir það að endirinn er soldið hraður, en ef myndin er fyrst og fremst um ástarsambandið, þá er kannski ekki óeðlilegt að henni ljúki snögglega eftir að því lýkur...
ReplyDeleteMér finnst ákvarðanir hennar undir lokin ekkert endilega skrýtnar. Hvort sem við túlkum lok sambandsins og umsnúninginn hjá henni sem hugljómun eða algjöran ósigur, þá held ég að hún átti sig á hversu falskt líf Davids er, og bregðist við á þennan hátt.
8 stig.