Tuesday, January 19, 2010

Sherlock Holmes



Það er nærri ár síðan ég heyrði fyrst af þessari mynd og e-ð við hana vakti strax áhuga minn. Það er að segja e-ð meira heldur en Robert Downey Jr. En þegar ég loks gat farið á hana var ég orðin hrædd. Það er rosalega erfitt að bíða svona lengi eftir mynd, heyra svona mikið af henni og vera ekki búin að mynda sér skoðun eða byggja upp væntingar. Ég á mjög erfitt með að njóta myndar sem ég hef heyrt of mikið um, sérstaklega ef það eru góðir hlutir. En Sherlock Holmes olli mér ekki vonbrigðum.

Eins og allir vita eru aðalleikarar myndarinnar Robert Downey Jr og Jude Law. Myndinni er leikstýrt af Guy Ritchie og framleidd af fólki sem á myndir eins og I am Ledgend, Happy Feet, RocknRolla og Die Hard 3 að baki. Svo það er greinilegt að ekki skorti pening við framleiðslu myndarinnar. Útkoman er ansi mikil Hollywood útgáfa af Sherlock Holmes.
Myndin er alveg ótrúlega flott, þá er ég ekki að tala um einhverjar major tæknibrellur eða risastór bardaga atriði. Heldur skotin sem sýna London. Tölvugerða gamla London. Myndin hefur öll grátt yfirbragð og það eru alveg ótrúlega flott green screen shot yfir alla London þar sem verið er að byggja Tower Bridge.
Annað sem ég tók sérstaklega eftir er tónlistin í myndinni. Oftar en einu sinni þegar fólk er að slást eða hús eru að springa er þaggað niður í hljóðinu og tónlist sett yfir. Sem mér finnst koma ótrúlega vel út.
Ég ætla ekki að fjalla neitt sérstaklega um leikinn þar sem ég get ekki verið hlutlaus, hef dýrkað Robert Downey síðan ég var svona 11 ára. Ætla bara að fá að nefna hvað mér fannst greinilegt að Guy Ritchie hefur séð Downey í Chaplin.
Því þá kem ég að húmor myndarinnar. Húmor myndarinnar er blanda af fyrirsjáanlegum Body húmor, fólk að detta um tunnur og þess lags og kaldhæðnum one linerum. Kannski var ég í bíósal fullum af ótrúlega einföldu fólki eða húmor myndarinnar heppnast sérstaklega vel.

Mæli með fyrir alla að endilega prufa og ekki taka fólk of alvarlega þegar það segist hafa lesið allt um Sherlock Holmes og þetta sé ekki rétt mynd af karakternum. Athugið það sjálf þetta er alveg ótrúlega accurate lýsing af karakternum, aðal Hollywood áhrifin eru þau að Doyle skrifar 60 Holmes bækur einungis í einni þeirra er Irene Adler (Rachel McAdams) nefnd. En handristhöfundar ákveða að nýta karakterinn því engin Hollywood mynd lifir án allavega einnar ástarsenu.

Hér er trailerinn: