Friday, December 4, 2009
Yojimbo
Ætla ekki að fjalla um söguþráð myndarinnar þar sem við horfðum á hana í tíma og ég líka bara náði honum ekki alveg.
Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég er ekki góð í að horfa á myndir sem eru á tungumáli sem ég skil ekki. Tók sérstaklega vel eftir því þegar við horfðum á frönsku myndina í síðustu viku. Ég festist í því að fylgjast með textanum í stað myndarinnar og missi af því sem er í gangi. Já þetta er ákveðin fötlun sem þarf að vinna í en hún heftir allavega hæfileika minn til þess að njóta myndarinnar.
Ég fór á imdb til að athuga skoðanir annarra um myndina og komst að þeirri niðurstöðu að ég virðist vera sú eina sem hafði ekki gaman af þessari mynd. Ok myndin er ótrúlega flott á pörtum, alveg mögnuð skot. En mér finnst leikurinn misgóður, sagan ganga hægt og mörg (flest?) slagsmála atriðin eru spes og artí.
Ætla ekki að vera að dissa mynd sem allir virðast elska nema ég. Og ég skal horfa á hana aftur seinna þegar ég læri að horfa á myndir á tungumálum sem ég tala ekki og vonast til að kunna að meta hana þá.
Talandi um ofleik og langdregni:
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 stig.
ReplyDeleteÞað ekkert óeðlilegt að þér þyki leikurinn í myndinni skrýtinn. Leiklistin í Japan er einfaldlega ekki eins og við eigum að venjast...