Monday, February 8, 2010

Dead Like Me: Life After Death

Dead Like Me: Life After Death[2009] er framhald af sjónvarpsþáttum sem hétu Dead Like Me sem sýndir voru 2003-2004. Þegar hætt var með sjónvarpsþættina grátbáðu aðdáendur um eina seríu í viðbót. En ákveðið var að gera "direct to DVD" mynd og sjá hvernig henni myndi ganga.
Þættirnir fjölluðum um 18 ára stelpu, George Lass (Ellen Muth), sem deyr þegar hún verður fyrir klósettsetu úr geimstöð. Þar sem George hafði ekki tekið neina stefnu í lífinu var hún gerð að "Grim Reaper" þegar hún dó. Hún fær yfirmann, Rube (Mandy Patinkin), sem stjórnar hóp af Reaperum. Á hverjum degi fékk hver Reaper post-it miða með nafni, stað og stund. Nafnið var manneskja sem var að fara að deyja, staður og stund sýndir hvenær og hvar það myndi gerast. Hlutverk Reapersins var að komast á réttum tíma á staðinn og taka sálina úr manneskjunni áður en hún myndi deyja. Í þáttunum dó fólk yfirleitt á mjög ófyrirsjáanlega og oft kómíska vegu. Einnig fylgdist sjónvarpsáhorfandi með George uppgötva að hún hafði áhrif á fjölskylduna sína. Í næstum hverjum þætti fór hún til fjölskyldunnar og fylgdist með lífi þeirra eftir dauða hennar.

Ég hafði mjög gaman af þáttunum og var því meira en til í að sjá þessa mynd. Nokkrar breytingar voru gerðar. Einni leikkonu var skipt út, karakterinn Daisy sem var Reaper í hópnum hennar George var leikin af Laura Harris í þáttunum en af Sarah Wynter. Það þarf ekki nema að sjá mynd af þessum tveimur leikkonum til að skilja hvað þetta hafði mikil áhrif á karakterinn og þar af leiðandi allan hópinn. Harris lék strangari systurlegri Daisy meðan Wynter tók grunnhyggni Daisy of langt og hún varð alltof pirrandi. Einnig losuðu þeir sig við Rube sem var að mínu mati mjög skemmtilegur karakter og ég saknaði hans mikið í myndinni. En það að losa sig við Rube er það sem myndin gengur út á.

Dead Like Me: Life After Death snýst um það að Rube er farin og Reaperarnir hans fá nýjan yfirmann, Cameron Kane (Henry Ian Cusick). Hann breytir öllum venjum sem Rube hafði og fær Reaperana fljótt á sitt band, nema George. George finnst hann alltaf grunsamlegur og reynir að vinna á móti honum. Á sama tíma brýtur hún allar reglur og hefur samband við systur sína, Reggie (Britt McKillip). Eftir að hún hughreystir systur sína og nær að koma hinum Reaperunum gegn Cameron. Nær hún að binda ágætis slaufu um líf sitt.

Það þarf ekki meira en þessa söguþráðslýsingu til þess að sannfæra mann um að myndin er ekkert að fara að slá í gegn. Ætla bara að gera smá gallalista:
1. Kaldhæðnin er horfin. Þættirnir höfðu alltaf sterkan kaldhæðinn húmor í öllum senum, það var aldrei neitt of klisjukennt eða væmið. Myndin nær hinsvegar aðeins einu fyndnu dauðaatriði og alltof mikilli væmni þegar það kemur að sambandi George og systur hennar.
2.Önnur hver regla sem sett var í þáttunum er brotin. Það var hamrað á því í gegnum 2 seríur að hún gæti aldrei sagt fjölskyldunni sinni frá því að hún væri George (Reaperar fá nýtt útlit) en í myndinni kemst hún upp með það ekkert mál. Einnig sést Mason (Callum Blue) einn af Reperunum á öryggismyndavél einu sinni en samkvæmt þáttunum ætti nýja "eftir dauða útlitið" hans að sjást á myndavélinni.
3.Karakterarnir breytast of mikið, að mínu mati. Þegar Rube er farin vantar mikið í þáttinn. uppáhalds atriðin mín voru oftast senurnar þar sem allir sátu saman á Waffle house og Rube var að skammast eða þau voru að ræða lífið og vegin. Persónurnar virkuðu svo vel saman. En einhvern veginn eru allir karakterarnir aðeins öðruvísi: George og Roxy (Jasmine Guy) eru ekki jafn kaldar og Daisy er meira pirrandi. Mason er held ég alveg eins og í þáttunum en þegar öllu er breytt í kringum hann virkar karakterinn ekki jafn vel.
4.Það er bara ekkert merkilegt við myndina, leikurinn er oftast sæmilegur, hvorki tónlistin né leikstjórnin er neitt eftirtektaverð og söguþráðurinn skilur ekkert eftir sig.

Myndin hafði örugglega einhverja þýðingu fyrir mestu aðdáendurnar en að mínu mati átti helst að sleppa þessu. Myndin hafði ekki kaldhæðnina, dýptina eða þennan óútskýranlega x-factor sem lætur áhorfandann þurfa meira, sem þættirnir höfðu.

Hér er trailerinn:

1 comment:

  1. Ég hef ekki séð þessa þætti en miðað við þessa lýsingu þá ætti maður kannski að gefa þeim séns (en auðvitað sleppa myndinni...)

    8 stig.

    ReplyDelete