Sunday, August 30, 2009

Topp listinn minn.

Myndirnar eru ekki í neinni ákveðinni röð:



Two Girls and a Guy [1997]
Mynd sem ég hreifst ótrúlega af þegar ég sá hana fyrir nokkrum árum.
Öll myndin gerist í einni studio íbúð, með aðeins 3 leikurum og nokkurn vegin á rauntíma.
Myndin var tekin upp á 11 dögum með svolítið öðruvísi sjónarhorni og samtölum sem eru mörg algjörlega spuni.
Þetta er ein af þessum myndum sem ég horfi á reglulega.


Eternal Sunshine of the Spotless Mind [2004]
Aðalástæðan fyrir því að ég horfði á þessa mynd var líklega til að sjá Kate Winslet með blátt hár. En svo reyndist þetta vera algerlega mynd fyrir mig.
Liklega fyrsta skiptið sem ég horfi á mynd með Jim Carrey og læt hann ekki fara í taugarnar á mér,mér finnst hann alveg frábær í þessari mynd og koma öllu sínu vel frá sér.
Góð saga að mínu mati, ótrúlega ruglingsleg en make-aði samt alveg ótrúlega mikið sense þegar upp var staðið.


Across the Universe [2007]
Hingað til hef ég ekki ennþá fundið manneskju sem finnst þessi mynd allt í lagi, þetta virðist vera ein af þessum myndum sem fólk hatar eða dýrkar.
Miðað við það að ég hef aldrei fílað Bítlana þá bjóst ég ekki við miklu af þessari mynd. En eitthvað við þessa mynd heillaði mig alveg. Hún er frekar undarleg og "artý", hún er skringilega
uppbyggð er á svolítið ójöfnum hraða og inniheldur mörg atriði sem eru bara þarna til þess að vera flott, hafa í raun ekkert með söguþráðinn að gera. Ég fékk hinsvegar nýja sýn á nokkur bítlalög og bara
varð þvílíkt hrifin af útlitinu á allri myndinni og hvernig hún byggir aðeins á raunverulegum hlutum sem gerðust á þessum tíma sem setur einhvernvegin smá raunveruleika inní sýru-trippið
sem meirihluti myndarinnar er.


Candyman [1992]
Hef alltaf verið mikið fyrir hryllingsmyndir held að æðið hafi byrjað á Scream-myndunum þegar ég var 8 ára og hef reynt að sjá sem flestar síðan.
Candyman var líklega fyrsta hryllingsmyndin til að hræða úr mér líftóruna, hún er ólík hinni "típísku hryllingsmynd" á þá vegu að það eru engir
hálfnaktir öskrandi unglingar, myndin er virkilega vel leikin og í enda myndarinnar þegar þú færð svör við öllum spurningunum þá koma þau hægt í ljós
og maður þarf að einbeita sér og hugsa til að átta sig á þeim. Svörunum er ekki troðið uppá mann í einni einfaldri ræðu.




Se7en [1995]
Þessi mynd hefur að mínu mati nokkra galla, flestir gallarnir felast í endinum. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að höfundurinn hafi fengið of stuttan tíma til að
klára handritið, því allt tímaflæði myndarinnar og snilli söguþráðsins tapast. En þrátt fyrir það er þetta einn uppáhalds Psycological thrillerinn minn. Allt andrúmsloft myndarinnar
er svo frábærlega gert. Allt er dimmt og það virðist alltaf vera rigning sem gefur myndinni þungt og dapurlegt yfirbragð sem verður svo hryllingslegt með hjálp tónlistarinnar. Leikstjórinn (David Fincher) bætir einnig að mínu mati mikið upp fyrir
minnkun söguþráðsins í endann með því að leika sér að því að para skotin af karakterunum saman við ákveðin orð til að gefa áhorfanda ákveðnar vísbendingar um örlög þeirra.



Requiem for a Dream [2000]
Ég las bókina fyrir nokkrum árum og fannst hún ótrúlega "disturbing" en frábær, þegar ég frétti að það hefði verið gerð mynd ákvað ég að ég yrði að sjá hana.
Myndin er næstum því jafn disturbing en að mínu mati jafn frábær. Söguþráðurinn fær mann til að hugsa þar sem fíknin er sýnd á mjög fjölbreytta vegu, sýna mjög vel að þetta getur komið fyrir alla.
Og þó að sjónahornin, skotin, lýsingin og tónlistin séu kannski full ýkt stundum þá er myndin ansi flott á tímum. Sat frekar mikið sjokkeruð eftir bókina og myndin náði mér algerlega líka.




Rebel Without a Cause [1955]
Ég hef því miður alltaf átt pínu erfitt með gamlar myndir en hef samt horft á nokkuð margar. Sá þessa fyrst eftir að ég var búin að horfa á margar gamlar myndir
á stuttum tíma og var því líklega farin að venjast þeim aðeins. Ég féll allavega algerlega fyrir þessari mynd, mér finnst hún ótrúlega flott og James Dean
er frábær í henni. Ein af fáum gömlum myndum sem ég hef horft á oftar en einu sinni.


Ed Wood [1994]
Ég skal alveg viðurkenna að ég horfði fyrst á þessa mynd bara út af því að Johnny Depp var í henni, en ég hafði alveg ótrúlega gaman af henni.
Ég er aðdándi eiginlega allra Tim Burton-Johnny Depp myndanna en þetta er þessi sem kemst á listann. Get ekki beint sagt að e-ð ákveðið hafi heillað mig við hana, ég hafði bara gaman af því að horfa á hana, hún er mjög flott, stundum fyndin, stundum ólýsanlega skrítin og stundum mjög raunveruleg.

Aðrar myndir sem mér finnst vert að nefna:
The Silence of the Lambs [1991]
The Crow [1994]
Less Than Zero [1987]
Rosemary's Baby [1968]
Wall-E [2008]
The Lion King [1994]
Back to the Future [1985 '89 '90]