April Burns: I'm the first pancake.
Evette: What do you mean?
Eugene: She's the one you're supposed to throw out.
Pieces of April fjallar um stelpu sem býr í lélegu hverfi í New York með kærastanum sínum. Þau ákváðu að bjóða fjölskyldunni hennar í mat á Thanksgiving og áhorfandi fylgist annars vegar með April lenda í miklum vandræðum við að reyna að gera matinn tilbúinn og hinsvegar með fjölskyldunni keyra til New York. Mamma April (Patricia Clarkson) er með krabbamein og þetta er líklega síðasta Thanksgiving máltíðin hennar. Með henni ferðast pabbi April (Oliver Platt), systir hennar(Alison Pill), bróðir hennar (John Gallagher Jr.) og elliglöp amma (Alice Drummond).
Snemma í myndninni verður það skýrt að samband fjölskyldunnar við April er ekki gott. Þau virðast varla hafa talast við í nokkur ár og allir kvíða fyrir að hittast á ný.
Þegar April byrjar að elda kalkúninn kemst hún að því að ofninn hennar virkar ekki. Hún labbar þá um blokkina og leitar að nágranna sem getur lánað henni ofn. Margir áhugaverðir karakterar birtast við þessa leit og áhorfandi kemst að ýmsu um April.
Það sem sýnt er af fjölskyldunni í bílnum kemst maður fljótt að því að mamman hefur ákveðið að lifa síðustu mánuðunum alveg eins og henni sýnist. Hún er dónaleg, sér húmor í illkvitnustu hlutum og reykir gras frá syninum. Pabbinn reynir að halda fjölskyldunni saman og virðist vera sá eini sem hefur saknað April. Systirin er eins óþolandi og þær gerast. Hún hefur greinilega ákveðið að verða móðirin í fjölskyldunni þegar mamma hennar varð veik. Hún segir fólki fyrir verkum, ofverndar mömmuna og er mjög greinilega mikið á móti April. Amman og bróðirin hinsvegar eru frekar litlir karakterar sem þjóna frekar litlum tilgangi nema kannski nokkur móment þar sem áhorfandi fær að hlægja.
Það sem sýnt er af fjölskyldunni í bílnum kemst maður fljótt að því að mamman hefur ákveðið að lifa síðustu mánuðunum alveg eins og henni sýnist. Hún er dónaleg, sér húmor í illkvitnustu hlutum og reykir gras frá syninum. Pabbinn reynir að halda fjölskyldunni saman og virðist vera sá eini sem hefur saknað April. Systirin er eins óþolandi og þær gerast. Hún hefur greinilega ákveðið að verða móðirin í fjölskyldunni þegar mamma hennar varð veik. Hún segir fólki fyrir verkum, ofverndar mömmuna og er mjög greinilega mikið á móti April. Amman og bróðirin hinsvegar eru frekar litlir karakterar sem þjóna frekar litlum tilgangi nema kannski nokkur móment þar sem áhorfandi fær að hlægja.
Leikurinn í myndinni er að mínu mati alveg ótrúlega góður. Ég hafði ekki mikla trú á Katie Holmes en hún stóð sig ótrúlega vel (fyrir utan eitt atriði þar sem hún brotnar niður og grætur á alveg ótrúlega ósannfærandi vegu, en ég komst að því seinna að það var dubbaður grátur yfir setningu sem gefur henni nú smá afsökun fyrir því hvað þetta atriði var skrítið). Patricia Clarkson fékk óskarstilnefningu fyrir hlutverkið og á það fyllilega skilið að mínu mati, hún er ótrúlega góð í hlutverki óviðkunnanlega krabbameinssjúklingsins. Derek Luke sem leikur Bobby kærasta April heldur sínu litla hlutverki líka ótrúlega vel uppi. Hann er pínu tilgangslaus nokkurn veginn bara settur þarna til að hafa svartan kærasta sem fjölskyldunni getur litist illa á og dæmt frá fyrstu sýn. En hann leikur sínar senur vel og er mjög trúverðugur sem góði kærastinn sem vill gera allt fyrir April og allt til að koma vel fyrir hjá fjölskyldunni. Einn yndilegasti leikarinn í myndinni er samt Sean Hayes (úr Will&Grace) hann leikur einn af nágrönnunum sem April leitar til. Persóna hans er mjög skrítin og furðuleg en Hayes nær honum fullkomlega. Það verður reyndar að viðurkennast að persóna hans passar svolítið illa inn í myndina og maður fær það á tilfinninguna að Hedges hafi snúið sér við í leikstjórastólnum einn daginn og sagt: Þetta er að verða svolítið þunglyndislegt hjá okkur fáum Sean Hayes til að koma og gera e-ð fyndið. En málið er að Hayes virkar ótrúlega vel í hlutverki furðulega nágrannans og það mætti ekki sleppa honum úr myndinni.
Ég var frekar hrifin af uppsetningu og útfærslu handritsins. Myndin minnir mig aðeins á Home for the Holidays. Þetta plot með fjölskyldu að koma saman á Thanksgiving, svarti sauðurinn, stífa systirinn.... En þar kynnist maður persónunum frekar vel í byrjun og svo gengur öll myndin út á samtöl fjölskyldunnar þar sem áhorfandi kemst að fleiri og fleiri hlutum. Í Pieces of April hins vegar veit maður ekkert um persónurnar í byrjun og maður fær að vita nokkur smáatriði þegar líður á myndina. Áhorfandi fær aldrei alla söguna og Hedges vorkennir aldrei neinum og dæmir aldrei neinn sem gefur hlutlausa sjón á persónur myndarinnar. Enginn er vondi karlinn og ósamkomulag fjölskyldunnar er engum að kenna. Myndin snýst ekki um að komast að því afhverju fjölskyldunni kemur ekki saman heldur að sjá hvort að þau geti látið sér koma saman eitt kvöld áður en að mamman deyr.
Joy Burns: This way, instead of April showing up with some new piercing or some ugly new tattoo and, God forbid, staying overnight, this way, we get to show up, experience the disaster that is her life, smile through it, and before you know it,
we're on our way back home.
Leikstjórn myndarinn pirraði mig í fyrstu, myndavélin hristist, lýsingin er léleg og allt var einhvern veginn með ríka indie fílinginn. Þá meina ég tilfinninguna sem maður fær þegar leikstjóri sem hafði slatta af pening til að gera mynd ákveður samt að gera indie mynd af því að það er kúl. En það leið ekki langur tími þar til að sá stíll fór að passa við myndina og hætti því að fara í taugarnar á mér. Þetta er fyrsta myndin sem Hedges leikstýrir en á undan þessari mynd hafði hann skrifað handritið að What's eating Gilbert Grape og About a Boy. Hedges fékk víst ða fylgjast vel með þegar þessum myndum var leikstýrt og ákvað því að leikstýra Pieces of April sjálfur. Myndin er tileinkuð móður hans sem lést úr krabbameini og því fannst honum þetta verk of persónulegt til að einhver annar fengi að leikstýra henni.
Í enda myndarinnar er henni pakkað fallega saman í pakka með slaufu ofan á þegar öll fjölskyldan hittist og eftir það eru engin samtöl, einungis tónlist og myndin skiptir yfir í myndasýningu. áhorfandi fær u.þ.b. 3 mínútur af myndum af öllum að borða og skemmta sér áður en kreditlistinn byrjar. Ég verð samt að segja að ég er sátt við að þessi mynd var með hamingjusaman endi því hitt hefði einfaldlega verið of þunglyndislegt. En ég veit ekki með þessa myndasýningu. En því meira sem ég pæli í því hefði handritið aldrei virkað ef að April og Joy(mamman) hefðu átt e-ð heilmikið samtal og öll fjölskyldan og gestir kynnt fyrir hvoru öðru og álíka vesen. Svo myndasýningin gæti bara verið besta lausnin.
Ég hafði gaman af þessari mynd, nágrannarnir eru oft frábærar aukapersónur og aðalpersónurnar eru trúverðugar. Myndin er einungis 1 klukkutími og 20 mín og það er akkurat passlegt til að koma öllum söguþræðinum frá sér án óþarfa samtala og kynninga á persónum.
Hér er trailerinn (að mínu mati frekar lélegur):
Það er langt síðan ég sá þessa, en mig minnir að mér hafi þótt hún fín. Færslan er a.m.k. fín. 9 stig.
ReplyDelete