Friday, February 12, 2010

The Hills Run Red [2009]

"Everybody is expendable for the good of the movie"
The Hills Run Red hefur ansi klisjukenndan söguþráð. Hryllingsmyndanörd sem hefur mikinn áhuga á gamalli hryllingsmynd fer með vini sína í skóginn þar sem myndin var tekin upp. En þegar þau koma þangað komast þau að því að ekki var allt með felldu við upptöku myndarinnar. Það segir ansi margt um myndina að hún hefur aðeins 5.6 í einkunn á IMDB og að eitt commentið um hana þar lýsir henni svona: Horrible mess with tits. Sem að ég myndi segja að væri nokkuð góð lýsing á myndinni.
Meðan ég horfði á myndina varð ég aðeins of viss að leikstjóri hennar (Dave Parker) og handritshöfundar (John Carcietta, John Dombrow og David J. Schow) gætu ekki verið annað en hryllingsmynda nördar því myndin bar sterkan keim af því að þeir hefðu horft á aðeins of mikið af hryllingsmyndum til að koma með frumlega hugmynd. Mér leið eins og ég væri að horfa á einhverja samblöndu af Halloween, Texas Chainsaw Massacre, Blair Witch Project og Cigarette Burns.
Einhver að elta hóp af krökkum í skógi, típíska stoppið á bensínstöð þar sem krakkarnir hitta grunnsamlegt fólk og morðingi með creepy grímu. Einnig laumaðist að mér smá Scream fílíngur í litlum atriðum þar sem "reglur hryllingsmynda" eru ræddar.


Í byrjun myndarinnar sjáum við ungan strák skera af sér andlitið bút fyrir bút fyrir framan spegil. Þetta gaf mér smá von um að ég væri að fara að horfa á skemmtilega hryllingsmynd þar sem atriðið var mjög flott gert og setti upp mjög truflaðan aðalkarakter.
Því miður hvarf þessi von hratt þegar myndin sjálf byrjaði og ég fór að skilja þetta imdb comment. Ekkert thriller- eða slasher-legt gerist næstu ~40 mínúturnar. Hins vegar eru allavega 15-20 stelpur berar að ofan á fyrstu 15 mínútunum.
Á þessum fyrstu 40 mínútum fylgjumst við með Tyler (Tad Hilgenbrink) sem er hryllingsmynda nörd með gamla mynd sem heitir The Hills Run Red á heilanum. Myndin var tekin úr sýningu vegna þess að hún var of ógeðsleg og leikstjóri hennar W.W Concannon (William Sadler) virðist horfinn af yfirborði jarðar. Tyler finnur dóttur Concannon, Alexa (Sophia Monk) og fær hana til að koma með sér of vinum sínum að leita að eintaki af upprunalegu myndinni.
Myndin var tekin upp í skóginum í kringum hús Concannon fjölskyldunnar og þegar hópurinn kemur á svæðið fara skrítnir hlutir að gerast og vinirnir komast að því að Concannon tók leikstjórn sína kannski full alvarlega.


Myndin er hættulega fyrirsjáanleg og manni finnst að leikstjórinn og handritshöfundarnir hafi ekki almennilega nýtt sér það sem þeir höfðu.
Þeir búa til flókna baksögu við Concannon fjölskylduna og fá þar af leiðandi mjög truflandi karaktera sem gætu haft svo mikil áhrif á áhorfanda. En Parker fellur í hina típísku gryfju að láta morðingja myndarinnar og Concannon verða æsta og leyfa leikurunum að ofleika karakterana sína. Að mínu mati eru morðingjar og siðblindar persónur alltaf miklu óhugnalegri þegar þær eru rólegar og yfirvegaðar.
Ég held að flestir sem hafa yfirhöfuð gaman af hryllingsmyndum og horfi á mikið af þeim geti alltaf haft gaman af þessari mynd. Hún hefur sína galla en það er samt alveg hægt að njóta hennar morðinginn er flottur þó hann sé illa nýttur og Sadler leikur Concannon mjög vel. Ég hafði einnig gaman af því að pikka út litlu momentin sem voru eins og aðrar myndir.
Ég myndi hins vegar ekki mæla með henni fyrir fólk sem horfir bara á hryllingsmyndir af og til og hefur engan sérstakan áhuga á þeim. Það eru miklu betri myndir þarna úti.
Trailerinn:

1 comment: