Wednesday, April 7, 2010

My Blueberry Nights [2007]

Eyddum miklum tíma á vídjóleigunni að reyna að finna einhverja mynd og enduðum á mynd sem hvorug okkar hafði heyrt um og höfðum í raun enga ástæðu til að velja. Myndin heitir My Blueberry Nights og aðalleikarar hennar eru Jude Law, Norah Jones, Rachel Weisz og Natalie Portman. Hún fjallar um stelpu sem flýr líf sitt í New York og ferðast í gegnum Bandaríkin í leit að einhverju betra.

Miðað við það að Lizzie (Norah Jones) ferðast frá New York til Las Vegas og aftur til baka þá gerist hræðilega lítið í þessari mynd. Það er alveg margt til að líka við. Aðalpersónurnar eru einfaldar, saklausar og viðkunnanlegar. Þægileg ástarsaga og fín tónlist. En þegar kreditlistinn byrjaði að renna áttaði ég mig á því að mér fannst myndin í raun aldrei hafa byrjað en samt fannst mér ég hafa horft í 3 tíma. Myndin er alveg óhugnanlega hæg. Samtölin eru löng, þögnin er löng og oft hreyfist myndavélin löturhægt sem orsakar það að áhorfandanum finnst myndin vera í slowmo.

Ég hef bara séð eina mynd áður eftir Kar Wai Wong og þá leikstýrði hann bara einum hluta af myndinni og er hann mér ekki eftirminnilegur. Þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir sem er á ensku. Ég fílaði ekki stílinn hans, það var alltaf e-ð fyrir myndavélinni, hæg skot sem hikstuðu og of langar senur.

Jude Law leikur týpuna sem maður hefur séð hann leika svo oft áður. Hann er fyrirsjáanlegur en nokkuð fínn. Ég var frekar kvíðin að sjá Noruh Jones leika en hún var bara ágæt, ekkert meira ekkert minna. Natalie Portman og Rachel Weisz voru virkilega góðar í sínum hlutverkum. Persónur Law og Jones eru eins og ég sagði áður saklausar, ljúfar og einfaldar. Portman og Weisz eru hinsvegar vondu persónurnar ef svo má segja. Þær kenna Lizzie um fíkn og það að engum sé treystandi. Þær eru báðar sannfærandi í hlutverkum sínum sem hafa mun meiri dýpt en persónur Law og Jones.

Það er fín tónlist í myndinni en hún gerir ekkert til að lífga upp á hana. Löturhæga tónlistin, sem maður býst við að heyra á subbulegum bar stuttu fyrir lokun þegar bara rónarnir sitja eftir í þungum þönkum, passar þó fullkomlega við hæga atburðarrás myndarinnar.

Í byrjun myndarinnar og alltaf af og til í gegnum myndin fyllist skjárinn af close-up skotum af kökum, rjóma og ís. Ég skil ekki þessi skot, þau eru virkilega ógeðfelld og ég næ ekki hvað þau eiga að tákna. Kannski er ég bara einföld.

Lýsingin í myndinni er fín, persónurnar ágætar, Weisz og Portman eru frábærar en mér fannst myndin hræðilega löng miðað við að hún er bara 95 mín. Sé ekkert eftir því að hafa séð hana en myndi ekki mæla með henni. Fékk allavega ekki neitt út úr því að sjá hana.

Breski trailerinn:

Bandaríski (finnst hann betri en það er líklega bara af því að hann nýtir soundtrackið úr myndinni):

2 comments:

  1. Ég hef ekki séð þessa. Og raunar bara séð eina heila mynd eftir þennan leikstjóra, In the Mood for Love (byrjaði einhvern tíma á 2046 en náði ekki að klára hana). Hins vegar er In the Mood for Love ein af mínum uppáhaldsmyndum, og margt af því sem er að þessari mynd gerir hana einmitt góða. Hún er ótrúlega hæg og dáleiðandi, tónlistin kemur manni nánast í transa, og hún er ótrúlega falleg. Ég mæli eindregið með henni, en get auðvitað ekki ábyrgst að það sem fór í taugarnar á þér við þessa mynd myndi ekki fara í taugarnar á þér við hana líka.

    Ágæt færsla. 6 stig.

    ReplyDelete
  2. það er samt málið að hún fór alls ekki í taugarnar á mér. ég leit aldrei á klukkuna eða kvartaði yfir henni. þ
    Það var meira bara svona þegar myndin var búin þá var ekkert eftir. Tók ekki eftir því að ég hefði verið að horfa á heila bíómynd.

    ReplyDelete