Thursday, October 29, 2009

Easy (2003)


Rakst á þessa mynd um daginn og held þetta sé í fyrsta skipti sem ég horfi á mynd sem ég veit ekkert um og henni tekst að valda mér vonbrigðum.
Easy fjallar um stelpu sem heitir Jamie. Hún lýsir sjálfri sem "jerk-magnet", semsagt stelpu sem er alltaf með vitlausum strákum. Hún lendir í miðjunni á klassískum ástarþríhyrning, lifir skírlífi í 3 mánuði og velur sér svo réttan gaur. The End.
Myndin á sína góðu parta en verður svo kjánaleg oft þar sem hún er rosalega klisjuleg en samt að reyna að vera artí.
Nokkrir góðir brandarar og að nokkru leiti raunverulegur söguþráður (sem þú getur held ég bara notið ef þú ert stelpa) en engin mun finna neitt í þessari mynd sem hann hefur ekki séð áður.
Það besta við myndina er hins vegar aðalleikkonan, Marguerite Moreau. Hún er mjög trúverðug í hlutverki sínu og sýnir allar hliðar á persónunni. Sem má líklega þakka leikstjóranum fyrir. Leikstjóri myndarinnar er Jane Weinstock. Að mínu mati gerir hún myndina vel, persónurnar eru allar gerðar mjög viðkunnalegar (nema kannski systirin sem er bara of fyrirsjáanlegur karakter) og flæði myndarinnar er að mestu leiti fínt, einhver atriði sem eru aðeins of löng en það hrjáir myndinni ekki það mikið. Eina sem ég hefði að segja við leikstjórann væri að spurja hana afhverju hún vildi gera svona klisju mynd þegar hún hafði svona lítinn pening til að gera hana. Mér finnst skrítið að reyna að gera low-budget klisju rómantíska gamanmynd. Það koma svo margar svona myndir út á hverju ári að það er nokkuð vonlaust að gera frumlega rómantíska gamanmynd og þær bara virka ekki að mínu mati í svona artí formi.

Monday, October 26, 2009

1408


Eftir að horfa á og fræðast um Billy Wilder síðustu daga var það nett árás á skilningarvitin að setjast niður og horfa á 1408. Myndin er byggð á sögu eftir Stephen King og fjallar um rithöfundinn Mike Enslin sem er að rannsaka bókina sína 10 haunted hotels. hann fær bréf sem vekur forvitni hans og leiðir hann að herbergi 1408 á hóteli í New York. Hótelstjórinn reynir allt sem hann getur til að koma í veg fyrir að Mike gisti í herberginu en ekkert gengur. Stuttu eftir að Mike kemur inn á herbergið grunar hann að eitthvað meira liggji á bakvið sögurnar af herberginu en sölubrella af hálfu hótelsins.

Ég hafði mjög gaman af því hvernig söguþráðurinn þróaðist, allt byrjar á litlum brellum sem þú dregur jafnmikið í efa og aðalpersónan, en hægt og rólega verður allt ýktara og dregur þig með. Að mínu mati fer leikstjórinn oft aðeins yfir strikið og drepur spennu myndarinnar, en í lok myndarinnar eftir tvö góð "twist" í sögunni var ég bara nokkuð sátt með myndina.

En eins og ég nefndi áðan er ég búin að vera að horfa á Billy Wilder myndir og það gefur mjög ýktan samanburð við þessa mynd. Wilder hefur frekar mikla trú á einföldum skotum og því að þú eigir ekki að taka of mikið eftir leikstjóranum í myndinni. 1408 er alger andstaða. Allur söguþráður og uppsetning myndarinnar gengur út á það að spila með hausinn á þér. Þú ert aldrei alveg viss hvað gerist næst, hverju þú átt að trúa eða hvert þú átt að horfa og stór hluti af því er það að þú veist aldrei hvert næsta skot myndavélarinnar stefnir. eitt skot er extreme close-up og næsta skot er 20 metrum fyrir ofan leikarana. Þriðja skotið er kannski mjög típísk close-up skot af þeim leikara sem er að tala og fjórða skotið er hinu megin í herberginu og þú horfir á leikarana í gegnum mannþröng.

Ætla ekki að fara að segja að þessi mynd sé einhver snilld eða að það sé skylda fyrir neinn að sjá hana. það er ekki næg baksaga og alls konar litlir hlutir sem pirruðu úr mér líftóruna (eins og draugar sem virðast vera í gömlu sjónvarpi og hlutir sem hverfa þegar þeim er hent útum gluggann) en sem spennumynd til að horfa á þegar þig langar bara að setjast niður og horfa á mynd sem heldur athygli þinni og bregður þér nokkrum sinnum þá er 1408 ágætis skemmtun.

Monday, September 21, 2009

Riff dagur 5 (dagur 2 hjá mér)

Jæja komst í það að sjá 2 myndir í dag. Bandaged og Stingray-Sam.

Hef gífurlega lítið að segja um Bandaged. Fannst bara ansi marg rangt við hana. Hún er á ensku en allir leikararnir tala með hreim sem gerir þá torskiljanlega, söguþráðurinn er þunnur og að mínu mati aðeins of skrítinn. Myndin reynir að vera edgy með einhverjum verstu lesbíu senum sem ég hef séð sem kláralega gerði ekkert fyrir myndina. Bandaged hefur það þó að tónlistin í henni er mjög góð, allavega að mínu mati. Vel gerð píanó tónlist sem passar vel við anda myndarinnar.




Stingray-Sam er systur mynd The American Astronaut. Sami leikstjóri, sama hljómsveit, sami aðalleikari og sama lýsing; vísindaskáldsögulegur geimvestri og söngleikur.
Myndin kom til þegar Cory McAbee (leikstjóri, handritshöfundur, aðalleikari og tónlistamaður) var beðin um að búa til bíómynd til að horfa á í símum eða ipodum fyrir Sundance kvikmyndahátíðina. Þá gerði hann myndina Reno sem má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=rcX2FYq5iRg

McAbee hélt áfram að vinna að svona verkefnum og ákvað að gera Stingray-Sam sem er sett upp í 6 þáttum sem gerir það auðveldara að horfa á hana í litlum tækjum þar sem þú værir líklega oftast að horfa á hana á ferð (McAbee bætti því einnig við í Q&A-inu eftir myndina að myndir á þessu formati væru mjög góðar fyrir fólk með athyglisbrest)

Hef lítið að segja um myndina annað en það sem ég skrifaði um American Astronaut. Hún er gerð á mjög svipaða vegu nema bara 10 árum seinna svo hún er digital. Hún er svarthvít og mjög vel gerð, með skemmtilegum lögum og góðri skvettu af sýru. Stærsta breytingin er að þessi mynd er með 3 persónu sögumann (David Hyde Pierce) sem orsakaði það að ég fékk oft ansi mikinn Hitchhiker's guide fíling af myndinni, en Pierce er svo andskoti góður að það virkaði alveg.

Skemmti mér mjög vel á þessari mynd en þó sérstaklega á Q&A-inu eftir myndina, mjög gaman að hlusta á leikstjórann segja sögur af því hvernig myndin var gerð og litlum hlutum sem gerðust á settinu. Myndin er nefnilega svolítil fjölskyldu mynd fyrir hann, konan hans, dóttir og sonur eru öll í myndinni, hljómsveitin hans sér um tónlistina og stemningin á settinu virðist hafa verið þannig að allir voru í öllu og gerðu allt sem þeir voru beðnir um sama hvort þeir kunnu það eða ekki.

Sunday, September 20, 2009

American Astronaut



Kom mér loks í það að sjá fyrstu RIFF myndina mína. Fyrir valinu varð myndin American Astronaut. Myndinni er lýst sem vísindaskáldsögulegum geimvestra og söngleik. Við ákváðum að það væri akkurat nógu mikil sýra fyrir okkur. Það þarf líklega ekki að taka það fram að þegar við gengum inn í salinn vorum við ekki að búast við miklu. Myndin kom hins vegar skemmtilega á óvart.
Við tókum eftir því í andyri Háskólabíós að margir voru að fara á þessa mynd bara af því að það var uppselt á Dead Snow, en það tók samt ekki nema fyrsta söng og dansatriðið, sem sýnir tvo miðaldra "rednecks" að syngja til manns sem situr í klósettbás, til þess að draga alla í salnum inn í myndina. Ætla ekkert að vera að fjalla um söguþráð myndarinnar hér, ef þú ert tilbúin að sjá myndina bara vegna þess að hún er geimvestra söngleikur þá áttu að sjá hana. Allt sem ég ætla að segja er að myndin gerist í mjög öðruvísi heimi en við þekkjum og sagan hélt mér og fólkinu í kringum mig brosandi meirihluta tímans. Allur salurinn virtist djúpt sokkinn ofan í myndina frá byrjun til enda þrátt fyrir það að að allur söguþráður myndarinnar sé útlagður á fyrstu mínútunum, hún sé yfirfull af ýktum persónum, furðulegum bröndurum, dans og söngatriðum. Má bæta við að tónlist myndarinnar er betri en í flestum söngleikjum sem ég hef séð.
Myndin er svarthvít og kemur mjög vel út þannig, Cory McAbee leikstjóri myndarinnar leikur sér vel með ljós og skugga og tekst vel upp að búa til þennan undarlega heim. Mikið af henni er tekið upp á handheld camera og verður því dálítið óstöðug á pörtum, en það passar frekar vel við geðveikina í myndinni. Og ég privat og persónulega elskaði það að öll atriði sem gerast út í geimnum en ekki á plánetum eru teiknuð í stað þess að vera með hryllilegar tæknibrellur sem hefði verið það eina sem budget myndarinnar hefði getað reddað. Það má nefna það að myndin er mjög vel gerð miðað við það að hún var ekki framleidd fyrir mikinn pening. Myndin er líka vel leikin þá má sérstaklega nefna leikstjórann sjálfann, sem lætur karakter, sem gæti gefið þér klígju af því að hann er svo hallærislegur, virka ótrúlega vel. Einnig má nefna Rocco Sisto sem er brilliant fyrst sem sögumaðurinn í skugganum sem seinna reynist vera hinn geðbilaði Professor Hess.
Mæli hiklaust með þessari mynd ef þið hafið húmor fyrir svolítilli sýru.

Sunday, August 30, 2009

Topp listinn minn.

Myndirnar eru ekki í neinni ákveðinni röð:



Two Girls and a Guy [1997]
Mynd sem ég hreifst ótrúlega af þegar ég sá hana fyrir nokkrum árum.
Öll myndin gerist í einni studio íbúð, með aðeins 3 leikurum og nokkurn vegin á rauntíma.
Myndin var tekin upp á 11 dögum með svolítið öðruvísi sjónarhorni og samtölum sem eru mörg algjörlega spuni.
Þetta er ein af þessum myndum sem ég horfi á reglulega.


Eternal Sunshine of the Spotless Mind [2004]
Aðalástæðan fyrir því að ég horfði á þessa mynd var líklega til að sjá Kate Winslet með blátt hár. En svo reyndist þetta vera algerlega mynd fyrir mig.
Liklega fyrsta skiptið sem ég horfi á mynd með Jim Carrey og læt hann ekki fara í taugarnar á mér,mér finnst hann alveg frábær í þessari mynd og koma öllu sínu vel frá sér.
Góð saga að mínu mati, ótrúlega ruglingsleg en make-aði samt alveg ótrúlega mikið sense þegar upp var staðið.


Across the Universe [2007]
Hingað til hef ég ekki ennþá fundið manneskju sem finnst þessi mynd allt í lagi, þetta virðist vera ein af þessum myndum sem fólk hatar eða dýrkar.
Miðað við það að ég hef aldrei fílað Bítlana þá bjóst ég ekki við miklu af þessari mynd. En eitthvað við þessa mynd heillaði mig alveg. Hún er frekar undarleg og "artý", hún er skringilega
uppbyggð er á svolítið ójöfnum hraða og inniheldur mörg atriði sem eru bara þarna til þess að vera flott, hafa í raun ekkert með söguþráðinn að gera. Ég fékk hinsvegar nýja sýn á nokkur bítlalög og bara
varð þvílíkt hrifin af útlitinu á allri myndinni og hvernig hún byggir aðeins á raunverulegum hlutum sem gerðust á þessum tíma sem setur einhvernvegin smá raunveruleika inní sýru-trippið
sem meirihluti myndarinnar er.


Candyman [1992]
Hef alltaf verið mikið fyrir hryllingsmyndir held að æðið hafi byrjað á Scream-myndunum þegar ég var 8 ára og hef reynt að sjá sem flestar síðan.
Candyman var líklega fyrsta hryllingsmyndin til að hræða úr mér líftóruna, hún er ólík hinni "típísku hryllingsmynd" á þá vegu að það eru engir
hálfnaktir öskrandi unglingar, myndin er virkilega vel leikin og í enda myndarinnar þegar þú færð svör við öllum spurningunum þá koma þau hægt í ljós
og maður þarf að einbeita sér og hugsa til að átta sig á þeim. Svörunum er ekki troðið uppá mann í einni einfaldri ræðu.




Se7en [1995]
Þessi mynd hefur að mínu mati nokkra galla, flestir gallarnir felast í endinum. Ég hef það einhvern veginn á tilfinningunni að höfundurinn hafi fengið of stuttan tíma til að
klára handritið, því allt tímaflæði myndarinnar og snilli söguþráðsins tapast. En þrátt fyrir það er þetta einn uppáhalds Psycological thrillerinn minn. Allt andrúmsloft myndarinnar
er svo frábærlega gert. Allt er dimmt og það virðist alltaf vera rigning sem gefur myndinni þungt og dapurlegt yfirbragð sem verður svo hryllingslegt með hjálp tónlistarinnar. Leikstjórinn (David Fincher) bætir einnig að mínu mati mikið upp fyrir
minnkun söguþráðsins í endann með því að leika sér að því að para skotin af karakterunum saman við ákveðin orð til að gefa áhorfanda ákveðnar vísbendingar um örlög þeirra.



Requiem for a Dream [2000]
Ég las bókina fyrir nokkrum árum og fannst hún ótrúlega "disturbing" en frábær, þegar ég frétti að það hefði verið gerð mynd ákvað ég að ég yrði að sjá hana.
Myndin er næstum því jafn disturbing en að mínu mati jafn frábær. Söguþráðurinn fær mann til að hugsa þar sem fíknin er sýnd á mjög fjölbreytta vegu, sýna mjög vel að þetta getur komið fyrir alla.
Og þó að sjónahornin, skotin, lýsingin og tónlistin séu kannski full ýkt stundum þá er myndin ansi flott á tímum. Sat frekar mikið sjokkeruð eftir bókina og myndin náði mér algerlega líka.




Rebel Without a Cause [1955]
Ég hef því miður alltaf átt pínu erfitt með gamlar myndir en hef samt horft á nokkuð margar. Sá þessa fyrst eftir að ég var búin að horfa á margar gamlar myndir
á stuttum tíma og var því líklega farin að venjast þeim aðeins. Ég féll allavega algerlega fyrir þessari mynd, mér finnst hún ótrúlega flott og James Dean
er frábær í henni. Ein af fáum gömlum myndum sem ég hef horft á oftar en einu sinni.


Ed Wood [1994]
Ég skal alveg viðurkenna að ég horfði fyrst á þessa mynd bara út af því að Johnny Depp var í henni, en ég hafði alveg ótrúlega gaman af henni.
Ég er aðdándi eiginlega allra Tim Burton-Johnny Depp myndanna en þetta er þessi sem kemst á listann. Get ekki beint sagt að e-ð ákveðið hafi heillað mig við hana, ég hafði bara gaman af því að horfa á hana, hún er mjög flott, stundum fyndin, stundum ólýsanlega skrítin og stundum mjög raunveruleg.

Aðrar myndir sem mér finnst vert að nefna:
The Silence of the Lambs [1991]
The Crow [1994]
Less Than Zero [1987]
Rosemary's Baby [1968]
Wall-E [2008]
The Lion King [1994]
Back to the Future [1985 '89 '90]