Monday, September 21, 2009

Riff dagur 5 (dagur 2 hjá mér)

Jæja komst í það að sjá 2 myndir í dag. Bandaged og Stingray-Sam.

Hef gífurlega lítið að segja um Bandaged. Fannst bara ansi marg rangt við hana. Hún er á ensku en allir leikararnir tala með hreim sem gerir þá torskiljanlega, söguþráðurinn er þunnur og að mínu mati aðeins of skrítinn. Myndin reynir að vera edgy með einhverjum verstu lesbíu senum sem ég hef séð sem kláralega gerði ekkert fyrir myndina. Bandaged hefur það þó að tónlistin í henni er mjög góð, allavega að mínu mati. Vel gerð píanó tónlist sem passar vel við anda myndarinnar.




Stingray-Sam er systur mynd The American Astronaut. Sami leikstjóri, sama hljómsveit, sami aðalleikari og sama lýsing; vísindaskáldsögulegur geimvestri og söngleikur.
Myndin kom til þegar Cory McAbee (leikstjóri, handritshöfundur, aðalleikari og tónlistamaður) var beðin um að búa til bíómynd til að horfa á í símum eða ipodum fyrir Sundance kvikmyndahátíðina. Þá gerði hann myndina Reno sem má sjá hér:
http://www.youtube.com/watch?v=rcX2FYq5iRg

McAbee hélt áfram að vinna að svona verkefnum og ákvað að gera Stingray-Sam sem er sett upp í 6 þáttum sem gerir það auðveldara að horfa á hana í litlum tækjum þar sem þú værir líklega oftast að horfa á hana á ferð (McAbee bætti því einnig við í Q&A-inu eftir myndina að myndir á þessu formati væru mjög góðar fyrir fólk með athyglisbrest)

Hef lítið að segja um myndina annað en það sem ég skrifaði um American Astronaut. Hún er gerð á mjög svipaða vegu nema bara 10 árum seinna svo hún er digital. Hún er svarthvít og mjög vel gerð, með skemmtilegum lögum og góðri skvettu af sýru. Stærsta breytingin er að þessi mynd er með 3 persónu sögumann (David Hyde Pierce) sem orsakaði það að ég fékk oft ansi mikinn Hitchhiker's guide fíling af myndinni, en Pierce er svo andskoti góður að það virkaði alveg.

Skemmti mér mjög vel á þessari mynd en þó sérstaklega á Q&A-inu eftir myndina, mjög gaman að hlusta á leikstjórann segja sögur af því hvernig myndin var gerð og litlum hlutum sem gerðust á settinu. Myndin er nefnilega svolítil fjölskyldu mynd fyrir hann, konan hans, dóttir og sonur eru öll í myndinni, hljómsveitin hans sér um tónlistina og stemningin á settinu virðist hafa verið þannig að allir voru í öllu og gerðu allt sem þeir voru beðnir um sama hvort þeir kunnu það eða ekki.

1 comment: