Thursday, October 29, 2009

Easy (2003)


Rakst á þessa mynd um daginn og held þetta sé í fyrsta skipti sem ég horfi á mynd sem ég veit ekkert um og henni tekst að valda mér vonbrigðum.
Easy fjallar um stelpu sem heitir Jamie. Hún lýsir sjálfri sem "jerk-magnet", semsagt stelpu sem er alltaf með vitlausum strákum. Hún lendir í miðjunni á klassískum ástarþríhyrning, lifir skírlífi í 3 mánuði og velur sér svo réttan gaur. The End.
Myndin á sína góðu parta en verður svo kjánaleg oft þar sem hún er rosalega klisjuleg en samt að reyna að vera artí.
Nokkrir góðir brandarar og að nokkru leiti raunverulegur söguþráður (sem þú getur held ég bara notið ef þú ert stelpa) en engin mun finna neitt í þessari mynd sem hann hefur ekki séð áður.
Það besta við myndina er hins vegar aðalleikkonan, Marguerite Moreau. Hún er mjög trúverðug í hlutverki sínu og sýnir allar hliðar á persónunni. Sem má líklega þakka leikstjóranum fyrir. Leikstjóri myndarinnar er Jane Weinstock. Að mínu mati gerir hún myndina vel, persónurnar eru allar gerðar mjög viðkunnalegar (nema kannski systirin sem er bara of fyrirsjáanlegur karakter) og flæði myndarinnar er að mestu leiti fínt, einhver atriði sem eru aðeins of löng en það hrjáir myndinni ekki það mikið. Eina sem ég hefði að segja við leikstjórann væri að spurja hana afhverju hún vildi gera svona klisju mynd þegar hún hafði svona lítinn pening til að gera hana. Mér finnst skrítið að reyna að gera low-budget klisju rómantíska gamanmynd. Það koma svo margar svona myndir út á hverju ári að það er nokkuð vonlaust að gera frumlega rómantíska gamanmynd og þær bara virka ekki að mínu mati í svona artí formi.

1 comment: