Sunday, September 20, 2009
American Astronaut
Kom mér loks í það að sjá fyrstu RIFF myndina mína. Fyrir valinu varð myndin American Astronaut. Myndinni er lýst sem vísindaskáldsögulegum geimvestra og söngleik. Við ákváðum að það væri akkurat nógu mikil sýra fyrir okkur. Það þarf líklega ekki að taka það fram að þegar við gengum inn í salinn vorum við ekki að búast við miklu. Myndin kom hins vegar skemmtilega á óvart.
Við tókum eftir því í andyri Háskólabíós að margir voru að fara á þessa mynd bara af því að það var uppselt á Dead Snow, en það tók samt ekki nema fyrsta söng og dansatriðið, sem sýnir tvo miðaldra "rednecks" að syngja til manns sem situr í klósettbás, til þess að draga alla í salnum inn í myndina. Ætla ekkert að vera að fjalla um söguþráð myndarinnar hér, ef þú ert tilbúin að sjá myndina bara vegna þess að hún er geimvestra söngleikur þá áttu að sjá hana. Allt sem ég ætla að segja er að myndin gerist í mjög öðruvísi heimi en við þekkjum og sagan hélt mér og fólkinu í kringum mig brosandi meirihluta tímans. Allur salurinn virtist djúpt sokkinn ofan í myndina frá byrjun til enda þrátt fyrir það að að allur söguþráður myndarinnar sé útlagður á fyrstu mínútunum, hún sé yfirfull af ýktum persónum, furðulegum bröndurum, dans og söngatriðum. Má bæta við að tónlist myndarinnar er betri en í flestum söngleikjum sem ég hef séð.
Myndin er svarthvít og kemur mjög vel út þannig, Cory McAbee leikstjóri myndarinnar leikur sér vel með ljós og skugga og tekst vel upp að búa til þennan undarlega heim. Mikið af henni er tekið upp á handheld camera og verður því dálítið óstöðug á pörtum, en það passar frekar vel við geðveikina í myndinni. Og ég privat og persónulega elskaði það að öll atriði sem gerast út í geimnum en ekki á plánetum eru teiknuð í stað þess að vera með hryllilegar tæknibrellur sem hefði verið það eina sem budget myndarinnar hefði getað reddað. Það má nefna það að myndin er mjög vel gerð miðað við það að hún var ekki framleidd fyrir mikinn pening. Myndin er líka vel leikin þá má sérstaklega nefna leikstjórann sjálfann, sem lætur karakter, sem gæti gefið þér klígju af því að hann er svo hallærislegur, virka ótrúlega vel. Einnig má nefna Rocco Sisto sem er brilliant fyrst sem sögumaðurinn í skugganum sem seinna reynist vera hinn geðbilaði Professor Hess.
Mæli hiklaust með þessari mynd ef þið hafið húmor fyrir svolítilli sýru.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Hljómar mjög skemmtilega.
ReplyDelete4 stig.