Kirsten:Why are you doing this to us?
Dollface:Because you were home.
Vil byrja á því að segja að sá sem hefur áhuga á að sjá þessa mynd ætti líklega ekki að þesa þetta blogg. Spoilers.
The Strangers er horror/thriller mynd sem kom út árið 2008. Í byrjun myndarinnar koma Kirsten (Liv Tyler) og James upp í einhvers konar sumarhús sem stendur algerlega eitt. Engin hús og ekkert fólk í kring. James hafði fengið þetta hús til að fagna trúlofun þeirra en hann bað Kirsten fyrr um kvöldið. Hún neitaði honum hinsvegar og þegar þau koma í húsið er samband þeirra frekar vandræðalegt. James skilur Kirsten eftir og fer út í búð. Þegar hún er ein í húsinu fara undarlegir hlutir að gerast. Stelpa bankar að leita að einhverjum sem Kirsten veit ekki hver er og hlutir í húsinu eru ekki þar sem þeir voru settir. Kirsten verður það nokkuð ljóst að einhver hefur komist inn í húsið. Þegar James kemur til baka hefst gamanið. Í ljós kemur að þrjár grímuklæddar manneskjur eru að reyna að hræða úr þeim líftóruna. Þau berja á glugga, hurðir og veggi, ráfa inn og út úr húsinu og gera einfaldlega allt til að hræða Kirsten og James án neinnar augljósrar ástæðu. Þegar myndin er u.þ.b hálfnuð er einn gestur dauður, Kirsten stórslösuð og parið að farast úr hræðslu án þess að grímuklæddu manneskjurnar hafi komið við einn né neinn. Í lokin binda þau Kirsten og James við stóla og drepa þau. Í ljós kemur að morðingjarnir hafa akkurat enga ástæðu fyrir því að gera þetta. Eina svarið sem þau veita er: Because you were home. Svo keyra þau í burtu í leit að næsta húsi til að hrella fólk í.
We tell ourselves there's nothing to fear - but sometimes, we're wrong.
Bryan Bertino skrifar bæði handritið og leikstýrir myndinni. Þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Hef ekki margt að segja um leikstjórn myndarinnar nema bara það að honum tekst vel að búa til rétt andrúmsloft með því að hafa alltaf smá hreyfingu á myndavélinni. Þá erum við ekki að tala um neinn indie hristing bara svona smá hreyfingu. Hafði líka gaman af hljóðunum og tónlistinni í myndinni, ískrið í rólunum og bara öll aukahljóðin er mjög creepy. (fyrir utan hnífshljóðið, sjá neðar)
Handritið er líka mjög vel heppnað, fyrri hlutinn allavega. Í fyrra hluta myndinnar er spennan ótrúlega vel byggð upp fyrir hvert bregðu atriði. Myndin rennur vel og ég og þeir sem ég horfði á myndina með sátu allir á sófabrúninni að deyja úr spenningi. Það er líka mjög flott að leyfa áhorfanda aldrei að sjá andlitin á morðingjunum. Það gefur þeim ákveðna dulúð sem gerir þau miklu hræðilegri.
Svo komum við að seinna hluta myndarinnar. Ég ætla að setja skilin á milli góða hlutans og slæma hlutans við stærstu klisju hryllingsmyndanna: Lets split up. Kirsten og James eru komin inn í hornherbergi þau eru með byssu og kúlur og hætu auðveldlega setið þar inni og ef grímuklædda fólkið vildi ná þeim þyrftu þau að fara í hurðina og þar myndi James skjóta þau. En nei James skilur Kirsten eftir eina inn í húsinu og fer að leita að þeim. Eftir þetta hnignar myndin aðeins spennuatriðin verða örlítið langdregin og myndin tapar tempoi. Svo komum við að endinum sem er frekar mikið misheppnaður. Mér finnst að Bertino hefði átt að halda í alla dulúðina sem hann var búin að byggja upp og láta grímuklædda fólkið binda þau við stóla og labba svo bara í burtu. Það er miklu hræðilegra að vita að þau eru ennþá þarna úti og gætu jafnvel komið aftur. Þá væri einnig hægt að bæta við skoti 10 árum seinna þegar Kirsten og/eða James komast að því að þau eru snúin aftur, finna eina af grímunum eða e-ð. Hinsvegar hefði verið hægt að láta myndina enda eins en hafa morðin aðeins meira gruesome. Þetta er ekki slasher flick og ég skil það en ef þú ætlar að drepa þau þá verðuru að gera það betur en þetta.
Myndin er mjög góð fyrir svona cheap thrill, tókst allavega að bregða mér og vinum mínum nokkuð oft. En hún skilur ekkert eftir sig. Getur verið viss um að þú munir alveg sofna eftir að horfa á hana.
Trailer:
og ein sena sem ég get ekki embeddað en verð að benda á hana þar sem ég grét úr hlátri þegar Liv Tyler dró upp hnífinn. Afhverju hljómar þetta eins og hún hafi dregið upp sveðju??
http://www.youtube.com/watch?v=FKZ0jGgQCPs
Hljómar soldið eins og Funny Games ripoff.
ReplyDeleteÁgæt færsla. 7 stig.