Tuesday, March 23, 2010

The Air I Breath [2007]


I always wondered, when a butterfly leaves the safety of its cocoon, does it realize how beautiful it has become? Or does it still just see itself as a caterpillar?

The Air I Breath er skrifuð af Jieho Lee og Bob DeRosa. Lee leikstýrir myndinni einnig. Myndin er ein af þessum myndum sem eru að verða aðeins of típískar í hollywood indie myndum. Hún er yfirfull af kunnuglegum nöfnum, Forest Whitaker, Kevin Bacon, Andy Garcia, Brendan Frasier og Sara Michelle Gellar, og sýnir stutta þætti úr lífi nokkurra ólíkra manneskja sem tvinnast svo saman.


“No emotion, any more than a wave, can long retain it´s own individual form.”

Þessi setning er aðal þema myndarinnar. Hún snýst öll um tilfinningar. Aðalpersónurnar standa allar fyrir ákveðnar tilfinningar, Frasier er Pleasure, Whitaker er Happiness, Bacon er Love og persóna Sarah Michelle Gellar stendur svo sterklega fyrir sorgina að hún heitir Sorrow. Ég ætla alveg að sleppa umfjöllun um söguþráð þar sem stærsti hluti myndarinnar fyrir mér var að fylgjast með myndinni flæða og karakterunum að bætast hægt inn í söguþráðinn.

"Sometimes being totally fucked can be a liberating experience."

Handrit myndarinnar er nokkuð gott að mínu mati vegna þess að svona sögur eiga það oft til að tapa sér í því að fela hvernig persónurnar tengjast og verða fljótt allt og ruglingslegar. En The Air I Breath er vel skipulögð svo maður tapar aldrei söguþræðinum. Myndin er hinsvegar ansi hádramatísk og finnst mér það stundum orsaka að áhorfandi tapar tilfinningunni sem myndin á að framkalla einfaldlega vegna þess að hádramatíkin verður annað hvort fyndin eða pirrandi. Þar sem myndin snýst öll um tilfinningar þá er þetta svolítið stór galli. Verð einnig að bæta við að þar sem hugmyndin að myndinni kemur frá kínverskum málshætti birtast margar ansi skrítnar setningar í gegnum myndin. Það má einfaldlega sjá þessar sem birtast hér í blogginu til að vita það. Handritið reynir að vera mjög djúpt og gáfulegt en einhvern veginn rennur það því úr greipum og setningarnar verða einfaldlega skondnar.

Myndir eins og þessi t.d. Pulp Fiction,Love Actually, Crash, Magnolia, 13 Conversations About One Thing og fleiri og fleiri annað hvort virka eða virka ekki. Annað hvort draga þær áhorfanda inn í líf allra persónanna eða tapa áhorfandanum algerlega í flækjum og yfirdrifnum tilfinningum. Ég hef til dæmis séð Pulp Fiction, Crash og Love Actually ansi oft en ég er nokkuð viss að ég muni aldrei horfa á The Air I Breath aftur. Ég sé ekki eftir að hafa horft á hana og ég hafði alveg gaman af því hversu vel úthugsað handritið var en það voru of margar skrítnar setningar of margar ýktar tilfinningar og of margar klisjur til að ég sé sátt við myndina.

Trailer:

1 comment: