Wednesday, November 25, 2009

Some Like It Hot [1959]


Ætla ekki að taka neina umfjöllun um söguþráð myndarinnar þar sem allir horfðu á hana.

Ég sá þessa mynd fyrst fyrir svona 4-5 árum og þetta var líklega fyrsta svarthvíta myndin sem mér fannst góð/skemmtileg. Nokkuð viss að þetta hafi verið fyrsta skiptið sem ég hló eingöngu að bröndurunum í svona gamalli mynd ekki að því hvað hún var úrelt.
Horfði svo aftur á þessa mynd núna þegar við vorum að gera fyrirlesturinn okkar um Billy Wilder og ég verð að segja að ég held að þetta sé uppáhalds Wilder myndin mín, Sabrina kemst nálægt en hún er bara ekki jafn skemmtileg.
Some Like it Hot er got dæmi um hvað Wilder var ákveðinn í sínum skoðunum um kvikmyndagerð. Hann vildi hafa myndina í svarthvítu þó að flestar stórar myndir væru komnar í lit (önnur ástæða fyrir því að myndin er svarthvít er víst sú að Lemmon og Curtis voru grænir á lit með allt þetta smink). Wilder sýnir einnig fram á hvað hann er ekki hræddur við hvað "mikilvæga" fólkinu fannst. Það var mikið mótmælt því að gera mynd um klæðskiptinga, því það var ekki við hæfi. Wilder var hins vegar viss um að almenningur væri tilbúinn fyrir myndina og neitaði að breyta henni. Og út kom myndin sem er þekkt sem fyndnasta gamanmynd allra tíma.

Ég hef ótrúlega gaman af einfaldleika leikstjórnarinnar í myndinni. Flest atriði eru bara tekin upp á eina vél og hún er nokkurn vegin laus við "fancy" skot.
Handrit myndarinnar er líka æðislegt. Öll samtöl flæða svo vel og það er húmor að finna alls staðar.
Lemmon og Curtis eru líka alveg frábærir í henni og Monroe er ótrúlega flott og gerir þetta vel (ef maður horfir framhjá því að maður sér hana lesa línurnar sínar í einu atriði) þó að ég hafi átt aðeins erfiðara með að kunna að meta hana eftir að ég var búin að lesa alla hlutina sem Wilder sagði um það hvernig það væri að vinna með henni.

Að mínu mati alveg frábær mynd sem ég mæli með fyrir alla sem eru að reyna að finna sig í gömlu myndunum.

1 comment: