Wednesday, November 11, 2009

Penelope (2006)


Penelope fjallar um stúlku sem fæðist með svínsnef. Staðan er sú að fyrir langa langa löngu lagði norn álög á fjölskylduna hennar að fyrsta dóttirin sem myndi fæðast inní fjölskylduna skyldi líta út eins og svín nema einhver eins og hún (semsagt blue-blood, það er einhver sem er ekki bara úr ríkri fjölskyldu heldur svona upper class old money fjölskyldu) myndi elska hana. Móðir Penelope lokar hana inni vegna áhuga fölmiðla á Penelope og vegna þess að hún vill ekki að hún verði fyrir háði frá almenningi. þegar Penelope verður eldri reynir mamman að finna handa henni mann sem gæti létt bölvuninni, en allir menn hlaupa burt öskrandi og fleygja sér jafnvel út um glugga. Penelope strýkur svo að heiman og fær að kynnast heiminum, finnur ást og kemst að lokum að því að meira lá í bölvuninni en fyrst var haldið.

Þessi mynd er barnamynd en samt einhvern veginn ekki. Orðaforði og "dónalegur" húmor læðist inn í nokkrar senur og ég hafði allavega mun meira gaman af henni en ég hef af flestum þeim barnamyndum sem ég hef séð síðustu árin. En hún er auðvitað klisju gjörn og með augljósan boðskap um að elska sjálfan sig og aðra þrátt fyrir þeirra galla, sem er algerlega troðið ofan í kokið á manni, en mér er sama ég naut þess að horfa á þessa mynd og gat ekki hætt að brosa þegar hennar típíski, ótrúlega væmni, góði endir birtist á skjánum.

Ég kom að þessari mynd með akkurat enga vitneskju, ég vissi ekki hver gerði hana, hverjir léku í henni eða um hvað hún væri og ég hafði sérstaklega gaman af því að vita ekki hverjir léku í henni af því að hún er svo stútfull af andlitum sem allir þekkja. Fyrst birtist Richard E. Grant, Catherine O'Hara (sem ég þekkti ekki fyrr en leið yfir hana og fékk þá algert Home Alone flashback), Christina Ricci, James McAvoy, Russel Brand og Reese Witherspoon til að nefna nokkra. Það truflaði mig mjög snemma í myndinni að það er ekki tekið fram hvort hún eigi að gerast í Bandaríkjunum eða Bretlandi og flestir leikararnir eru með breskan hreim en hinir ekki. (Koms seinna að því að hún á að gerast í Bandaríkjunum en er tekin upp í Bretlandi)

Þetta er fyrsta myndin sem leikstjórinn Mark Palansky gerði í fullri lengd. Mér finnst hún vel leikstýrð, ekkert mikið um einhver fansí skot, færð nokkru sinnum tilfinninguna að leikstjórinn hafi verið að prufa sig áfram með sjónahorn en að mínu mati virka þau alltaf og verða aldrei of áberandi.

Ég hafði mjög gaman af tónlist myndarinnar, fannst hún passa gífurlega vel við. Fannst samt ótrúlega spes í endann þegar Hoppípolla með Sigur rós byrjaði að spila. Eitthvað mjög spes við að horfa á Christinu Ricci og James McAvoy á skjánum og hlusta á íslenskan söng undir.

Penelope kom mér mjög á óvart og ég hafði mjög gaman af henni. Ljúfur ævintýra blær yfir henni allri þó að hún sýni nokkuð eðlilegar persónur. auðvitað er hún ýkt þetta er ævintýri en ég held samt að allir myndu sína manneskju með svínsnef mjög ýkt viðbrögð.
Held að eini galli myndarinnar í mínum augum sé sá að þrátt fyrir svínsnefið er Christina Ricci ennþá ótrúlega krúttleg.

1 comment: