Tuesday, November 24, 2009

Fallen [1998]


Fallen fjallar um rannsóknarlögreglu manninn John Hobbes(Denzel Washington). Hobbes hefur eytt síðustu árum í að elstast við raðmorðingjann Edgar Reese. Reese skildi alltaf eftir sig ákveðin ummerki og sýndi Hobbes óvenju mikinn áhuga. Myndin hefst þar sem Reese er drepinn í gasklefa (hann fékk dauðadóm). Eftir að Reese deyr fara undarlegir hlutir að gerast í kringum Hobbes, morð eru framin þar semsömu ummerki finnast og Reese skildi eftir, þar finna þeir einnig undarlegar gátur og vísbendingar fyrir Hobbes. Hobbes fer að fá Deja-vu frá því þegar hann var að rannsaka Reese sérstaklega þegar síminn hjá honum fer að hringja á nóttunni. Hobbes kemst að því að annar lögreglu maður hefur verið í sömu stöðu. Þegar hann fer að kanna sögu Milano, með hjálp dóttur Milano (Embeth Davidtz) kemst hann að því að eitthvað yfirnáttúrulegt er að taka yfir líf hans. Myndin hefur ótrúlegt leikaralið með aukaleikara eins og John Goodman, Donald Sutherland og James Gandolfini.

Ég var mjög hrifin af þessari mynd. Handritshöfundurinn (Nicolas Kazan) skipulagði handritið vel, það vel að það er ekki ein einasta sena eða skot sem ekki þjónar einhverjum tilgangi. Í myndinni er endurtekin línan "Look around somtimes" og það er það sem skiptir máli þegar maður horfir á þessa mynd. Horfa á allt sem gerist á skjánum, taka eftir litlu hlutunum og muna eftir þeim.
Leikstjórnin (Gregory Hoblit) í þessari mynd er að mínu mati frábær. Það eru nokkrar senur þar sem fylgst er með andanum fara frá manni til manns við minnstu snertingu. Þessar senur eru svo ótrúlega vel settar upp. Það er ótrúlega auðvelt að fylgjast með hvert andinn fer þrátt fyrir hversu mikið er af fólki í senunni og hversu litla snertingu hann þarf til að fara frá manni til manns.

Fallen er spennutryllir sem þarf að hafa þolinmæði til að horfa á. Það er ekki blood and gore eða hröð bregðu atriði. Spennan er byggð upp hægt og rólega oft með mjög spennandi tónlist en engu sem bregður þér, þannig að þegar að það kemur að bregðu atriðinu hoppar maður upp úr sætinu.

Verð einnig að fá að bæta inn smá um John Goodman sem leikur Jonesy samstarfsmann Hobbes. Hann er alveg frábær í þessu hlutverki, enda var það skrifað fyrir hann. Goodman er einn af þessum leikurum sem ég hef bara séð leika góða gaurinn en í þessari mynd fær maður að sjá vondu hliðina á honum sem er engin smá breyting. Vegna þess að maður hefur alltaf séð hann í svona good guy hlutverkum þá verður hann svo extra creepy. Hann er að mínu mati eitt það besta við myndina.

Ég myndi mæla með þessari mynd fyrir alla sem kalla sig aðdáendur spennutrylla og hafa smá þolinmæði.

Hér er linkur á eitt uppáhaldsatriðið mitt í myndinni (get ekki embeddað það af einhverri ástæðu):



1 comment: