Wednesday, March 24, 2010

The Strangers [2008]

(Jæja taka 2)

Kirsten:Why are you doing this to us?
Dollface:Because you were home.

Vil byrja á því að segja að sá sem hefur áhuga á að sjá þessa mynd ætti líklega ekki að þesa þetta blogg. Spoilers.

The Strangers er horror/thriller mynd sem kom út árið 2008. Í byrjun myndarinnar koma Kirsten (Liv Tyler) og James upp í einhvers konar sumarhús sem stendur algerlega eitt. Engin hús og ekkert fólk í kring. James hafði fengið þetta hús til að fagna trúlofun þeirra en hann bað Kirsten fyrr um kvöldið. Hún neitaði honum hinsvegar og þegar þau koma í húsið er samband þeirra frekar vandræðalegt. James skilur Kirsten eftir og fer út í búð. Þegar hún er ein í húsinu fara undarlegir hlutir að gerast. Stelpa bankar að leita að einhverjum sem Kirsten veit ekki hver er og hlutir í húsinu eru ekki þar sem þeir voru settir. Kirsten verður það nokkuð ljóst að einhver hefur komist inn í húsið. Þegar James kemur til baka hefst gamanið. Í ljós kemur að þrjár grímuklæddar manneskjur eru að reyna að hræða úr þeim líftóruna. Þau berja á glugga, hurðir og veggi, ráfa inn og út úr húsinu og gera einfaldlega allt til að hræða Kirsten og James án neinnar augljósrar ástæðu. Þegar myndin er u.þ.b hálfnuð er einn gestur dauður, Kirsten stórslösuð og parið að farast úr hræðslu án þess að grímuklæddu manneskjurnar hafi komið við einn né neinn. Í lokin binda þau Kirsten og James við stóla og drepa þau. Í ljós kemur að morðingjarnir hafa akkurat enga ástæðu fyrir því að gera þetta. Eina svarið sem þau veita er: Because you were home. Svo keyra þau í burtu í leit að næsta húsi til að hrella fólk í.

We tell ourselves there's nothing to fear - but sometimes, we're wrong.

Bryan Bertino skrifar bæði handritið og leikstýrir myndinni. Þetta er fyrsta myndin sem hann leikstýrir. Hef ekki margt að segja um leikstjórn myndarinnar nema bara það að honum tekst vel að búa til rétt andrúmsloft með því að hafa alltaf smá hreyfingu á myndavélinni. Þá erum við ekki að tala um neinn indie hristing bara svona smá hreyfingu. Hafði líka gaman af hljóðunum og tónlistinni í myndinni, ískrið í rólunum og bara öll aukahljóðin er mjög creepy. (fyrir utan hnífshljóðið, sjá neðar)
Handritið er líka mjög vel heppnað, fyrri hlutinn allavega. Í fyrra hluta myndinnar er spennan ótrúlega vel byggð upp fyrir hvert bregðu atriði. Myndin rennur vel og ég og þeir sem ég horfði á myndina með sátu allir á sófabrúninni að deyja úr spenningi. Það er líka mjög flott að leyfa áhorfanda aldrei að sjá andlitin á morðingjunum. Það gefur þeim ákveðna dulúð sem gerir þau miklu hræðilegri.

Svo komum við að seinna hluta myndarinnar. Ég ætla að setja skilin á milli góða hlutans og slæma hlutans við stærstu klisju hryllingsmyndanna: Lets split up. Kirsten og James eru komin inn í hornherbergi þau eru með byssu og kúlur og hætu auðveldlega setið þar inni og ef grímuklædda fólkið vildi ná þeim þyrftu þau að fara í hurðina og þar myndi James skjóta þau. En nei James skilur Kirsten eftir eina inn í húsinu og fer að leita að þeim. Eftir þetta hnignar myndin aðeins spennuatriðin verða örlítið langdregin og myndin tapar tempoi. Svo komum við að endinum sem er frekar mikið misheppnaður. Mér finnst að Bertino hefði átt að halda í alla dulúðina sem hann var búin að byggja upp og láta grímuklædda fólkið binda þau við stóla og labba svo bara í burtu. Það er miklu hræðilegra að vita að þau eru ennþá þarna úti og gætu jafnvel komið aftur. Þá væri einnig hægt að bæta við skoti 10 árum seinna þegar Kirsten og/eða James komast að því að þau eru snúin aftur, finna eina af grímunum eða e-ð. Hinsvegar hefði verið hægt að láta myndina enda eins en hafa morðin aðeins meira gruesome. Þetta er ekki slasher flick og ég skil það en ef þú ætlar að drepa þau þá verðuru að gera það betur en þetta.

Myndin er mjög góð fyrir svona cheap thrill, tókst allavega að bregða mér og vinum mínum nokkuð oft. En hún skilur ekkert eftir sig. Getur verið viss um að þú munir alveg sofna eftir að horfa á hana.

Trailer:


og ein sena sem ég get ekki embeddað en verð að benda á hana þar sem ég grét úr hlátri þegar Liv Tyler dró upp hnífinn. Afhverju hljómar þetta eins og hún hafi dregið upp sveðju??
http://www.youtube.com/watch?v=FKZ0jGgQCPs

Tuesday, March 23, 2010

The Air I Breath [2007]


I always wondered, when a butterfly leaves the safety of its cocoon, does it realize how beautiful it has become? Or does it still just see itself as a caterpillar?

The Air I Breath er skrifuð af Jieho Lee og Bob DeRosa. Lee leikstýrir myndinni einnig. Myndin er ein af þessum myndum sem eru að verða aðeins of típískar í hollywood indie myndum. Hún er yfirfull af kunnuglegum nöfnum, Forest Whitaker, Kevin Bacon, Andy Garcia, Brendan Frasier og Sara Michelle Gellar, og sýnir stutta þætti úr lífi nokkurra ólíkra manneskja sem tvinnast svo saman.


“No emotion, any more than a wave, can long retain it´s own individual form.”

Þessi setning er aðal þema myndarinnar. Hún snýst öll um tilfinningar. Aðalpersónurnar standa allar fyrir ákveðnar tilfinningar, Frasier er Pleasure, Whitaker er Happiness, Bacon er Love og persóna Sarah Michelle Gellar stendur svo sterklega fyrir sorgina að hún heitir Sorrow. Ég ætla alveg að sleppa umfjöllun um söguþráð þar sem stærsti hluti myndarinnar fyrir mér var að fylgjast með myndinni flæða og karakterunum að bætast hægt inn í söguþráðinn.

"Sometimes being totally fucked can be a liberating experience."

Handrit myndarinnar er nokkuð gott að mínu mati vegna þess að svona sögur eiga það oft til að tapa sér í því að fela hvernig persónurnar tengjast og verða fljótt allt og ruglingslegar. En The Air I Breath er vel skipulögð svo maður tapar aldrei söguþræðinum. Myndin er hinsvegar ansi hádramatísk og finnst mér það stundum orsaka að áhorfandi tapar tilfinningunni sem myndin á að framkalla einfaldlega vegna þess að hádramatíkin verður annað hvort fyndin eða pirrandi. Þar sem myndin snýst öll um tilfinningar þá er þetta svolítið stór galli. Verð einnig að bæta við að þar sem hugmyndin að myndinni kemur frá kínverskum málshætti birtast margar ansi skrítnar setningar í gegnum myndin. Það má einfaldlega sjá þessar sem birtast hér í blogginu til að vita það. Handritið reynir að vera mjög djúpt og gáfulegt en einhvern veginn rennur það því úr greipum og setningarnar verða einfaldlega skondnar.

Myndir eins og þessi t.d. Pulp Fiction,Love Actually, Crash, Magnolia, 13 Conversations About One Thing og fleiri og fleiri annað hvort virka eða virka ekki. Annað hvort draga þær áhorfanda inn í líf allra persónanna eða tapa áhorfandanum algerlega í flækjum og yfirdrifnum tilfinningum. Ég hef til dæmis séð Pulp Fiction, Crash og Love Actually ansi oft en ég er nokkuð viss að ég muni aldrei horfa á The Air I Breath aftur. Ég sé ekki eftir að hafa horft á hana og ég hafði alveg gaman af því hversu vel úthugsað handritið var en það voru of margar skrítnar setningar of margar ýktar tilfinningar og of margar klisjur til að ég sé sátt við myndina.

Trailer:

Prozac Nation [2001]

Did you know that there are over 300 million prescriptions filled for Prozac each year in the United States alone?


Prozac Nation er gerð eftir sjálfsævisögu Elizabeth Wurtzel. Prozac Nation var metsölubók en þrátt fyrir það höfðu lesendur mjög skiptar skoðanir á henni. Prosaz Nation fjallar um nokkur ár í lífi Wurtzel eftir að hún hefur nám við Harvard. Foreldrar Wurtzel skildu þegar hún var ung og þegar hún kemst á kynþroska aldur verður hún mjög þunglynd. Hún berst við þunglyndi næstu árin og nær það hámarki þegar hún er í Harvard.
Christina Ricci leikur Elizabeth og gerir það alveg ótrúlega vel hlutverkið tekur mikið á þar sem Lizzie er grátandi, miður sín, full eða dópuð alla myndina. Michelle Williams leikur Ruby herbergisfélaga Lizzie og þrátt fyrir lítið hlutverk er hún áberandi góð. Jason Biggs og Jonathan Rhys-Meyers leika kærasta Lizzie (2 mismunandi ekki þann sama) og Jessica Lange leikur mömmu hennar. Hlutverk ofverndandi, yfirgnæfandi og hreint og beint óþolandi móðurinnar er án efa mjög erfitt hlutverk að leika. Jessica Lange gerir það ansi vel hún yfirgnæfir aldrei Ricci en tekur sínar tilfinningasveiflur ótrúlega vel.

“Gradually, then suddenly.” That´s how depression hits. You wake up one morning, afraid that you´re going to live.


Verð hinsvegar að segja að leikstjórn myndarinnar fór mjög í taugarnar á mér. Ég veit ekki hvort leikstjórinn (Eric Skjoldbjærg) hefur gaman að því að brjóta “reglurnar” eða hvort hann gerir það til að láta stemmningu myndarinn passa við geðsveiflur Lizzie. En myndavélin hoppar endalaust yfir línuna svo maður veit aldrei hvernig senan snýr. Klippingin hökti og gat verið allt of hröð eða alltof hæg. Lýsingin í myndinn var líka frekar vafasöm og má þá til dæmis nefna atriði þar sem mamma Lizzie dregur frá í herberginu hennar og þegar hún kemur við gardínuna blikkar allt ljósið, verður dökkt og skrítið á litinn og svo fyllist herbergið aftur af nákvæmlega sama ljósi og var áður en hún dró frá. Einngi virðast þeir hafa dubbað stóran part af myndinni og það er alltof augljóst þegar líður á myndina.


Handritið af myndinni var að mínu mati hennar versti galli. Þessi mynd sannfærði mig um það að ég á ekki að horfa á myndir þar sem ég hef lesið og líkað við bókina sem hún var gerð eftir. Myndin fer alls ekki öruggu leiðina en karakter Lizzie verður samt einhvern vegin Lizzie light. Þunglyndi hennar kemur illa fram í handritinu, hún virðist frekar þjást af geðhvarfasýki eða bara að vorkenna sér aðeins of mikið. Í bókinni eru lýsingar á þunglyndi Lizzie mun dýpri og þar sem myndin notast við Lizzie sem sögumann hefðu þessar lýsingar auðveldlega getað komið fram. Í þessu felst galli handritsins, Lizzie verður alveg heiftarlega óviðkunnanleg. Hún vælir og vælir og kvartar og kveinar án þess að áhorfandi fái nokkurn tímann almennilega að vita hver hugsun hennar er á bakvið þetta allt þrátt fyrir að hún sé malandi hugsanir sínar yfir alla myndin. Augljóst verður eftir stutt áhorf að handritshöfundur myndarinnar (Galt Niederhoffer) hefur aldrei þurft að kljást við þunglyndi og getur því ekki skilið það eða komið því á framfæri.

Það kemur mér ekki á óvart að Elizabeth Wurtzel höfundi bókarinnar hafi mislíkað myndin mjög og ég held að aðdáendur bókarinnar hafi verið sviknir með gerð þessarar myndar. Ég tók allavega þá ákvörðun að fara mjög varlega í að horfa á myndir sem gerðar eru eftir bókum sem ég hef lesið aftur.
Ég vil samt ekki segja að þetta sé hræðileg mynd, það er pottþétt hægt að finna sér verri leiðir til að eyða 90 mínútum. En þú verður að hafa töluverðan áhuga á þunglyndi og skilja það nokkuð vel til þess að njóta hennar, aðalega til þess að þú komist í gegnum myndina án þess að vilja drepa Lizzie. En ef þið hafið áhuga á sögunni myndi ég eindregið mæla með bókinni frekar en myndinni.

Sometimes it feels like we are living in a Prozac Nation. The United States of depression.

Trailerinn: