Wednesday, November 25, 2009
Some Like It Hot [1959]
Ætla ekki að taka neina umfjöllun um söguþráð myndarinnar þar sem allir horfðu á hana.
Ég sá þessa mynd fyrst fyrir svona 4-5 árum og þetta var líklega fyrsta svarthvíta myndin sem mér fannst góð/skemmtileg. Nokkuð viss að þetta hafi verið fyrsta skiptið sem ég hló eingöngu að bröndurunum í svona gamalli mynd ekki að því hvað hún var úrelt.
Horfði svo aftur á þessa mynd núna þegar við vorum að gera fyrirlesturinn okkar um Billy Wilder og ég verð að segja að ég held að þetta sé uppáhalds Wilder myndin mín, Sabrina kemst nálægt en hún er bara ekki jafn skemmtileg.
Some Like it Hot er got dæmi um hvað Wilder var ákveðinn í sínum skoðunum um kvikmyndagerð. Hann vildi hafa myndina í svarthvítu þó að flestar stórar myndir væru komnar í lit (önnur ástæða fyrir því að myndin er svarthvít er víst sú að Lemmon og Curtis voru grænir á lit með allt þetta smink). Wilder sýnir einnig fram á hvað hann er ekki hræddur við hvað "mikilvæga" fólkinu fannst. Það var mikið mótmælt því að gera mynd um klæðskiptinga, því það var ekki við hæfi. Wilder var hins vegar viss um að almenningur væri tilbúinn fyrir myndina og neitaði að breyta henni. Og út kom myndin sem er þekkt sem fyndnasta gamanmynd allra tíma.
Ég hef ótrúlega gaman af einfaldleika leikstjórnarinnar í myndinni. Flest atriði eru bara tekin upp á eina vél og hún er nokkurn vegin laus við "fancy" skot.
Handrit myndarinnar er líka æðislegt. Öll samtöl flæða svo vel og það er húmor að finna alls staðar.
Lemmon og Curtis eru líka alveg frábærir í henni og Monroe er ótrúlega flott og gerir þetta vel (ef maður horfir framhjá því að maður sér hana lesa línurnar sínar í einu atriði) þó að ég hafi átt aðeins erfiðara með að kunna að meta hana eftir að ég var búin að lesa alla hlutina sem Wilder sagði um það hvernig það væri að vinna með henni.
Að mínu mati alveg frábær mynd sem ég mæli með fyrir alla sem eru að reyna að finna sig í gömlu myndunum.
Tuesday, November 24, 2009
Fallen [1998]
Fallen fjallar um rannsóknarlögreglu manninn John Hobbes(Denzel Washington). Hobbes hefur eytt síðustu árum í að elstast við raðmorðingjann Edgar Reese. Reese skildi alltaf eftir sig ákveðin ummerki og sýndi Hobbes óvenju mikinn áhuga. Myndin hefst þar sem Reese er drepinn í gasklefa (hann fékk dauðadóm). Eftir að Reese deyr fara undarlegir hlutir að gerast í kringum Hobbes, morð eru framin þar semsömu ummerki finnast og Reese skildi eftir, þar finna þeir einnig undarlegar gátur og vísbendingar fyrir Hobbes. Hobbes fer að fá Deja-vu frá því þegar hann var að rannsaka Reese sérstaklega þegar síminn hjá honum fer að hringja á nóttunni. Hobbes kemst að því að annar lögreglu maður hefur verið í sömu stöðu. Þegar hann fer að kanna sögu Milano, með hjálp dóttur Milano (Embeth Davidtz) kemst hann að því að eitthvað yfirnáttúrulegt er að taka yfir líf hans. Myndin hefur ótrúlegt leikaralið með aukaleikara eins og John Goodman, Donald Sutherland og James Gandolfini.
Ég var mjög hrifin af þessari mynd. Handritshöfundurinn (Nicolas Kazan) skipulagði handritið vel, það vel að það er ekki ein einasta sena eða skot sem ekki þjónar einhverjum tilgangi. Í myndinni er endurtekin línan "Look around somtimes" og það er það sem skiptir máli þegar maður horfir á þessa mynd. Horfa á allt sem gerist á skjánum, taka eftir litlu hlutunum og muna eftir þeim.
Leikstjórnin (Gregory Hoblit) í þessari mynd er að mínu mati frábær. Það eru nokkrar senur þar sem fylgst er með andanum fara frá manni til manns við minnstu snertingu. Þessar senur eru svo ótrúlega vel settar upp. Það er ótrúlega auðvelt að fylgjast með hvert andinn fer þrátt fyrir hversu mikið er af fólki í senunni og hversu litla snertingu hann þarf til að fara frá manni til manns.
Fallen er spennutryllir sem þarf að hafa þolinmæði til að horfa á. Það er ekki blood and gore eða hröð bregðu atriði. Spennan er byggð upp hægt og rólega oft með mjög spennandi tónlist en engu sem bregður þér, þannig að þegar að það kemur að bregðu atriðinu hoppar maður upp úr sætinu.
Verð einnig að fá að bæta inn smá um John Goodman sem leikur Jonesy samstarfsmann Hobbes. Hann er alveg frábær í þessu hlutverki, enda var það skrifað fyrir hann. Goodman er einn af þessum leikurum sem ég hef bara séð leika góða gaurinn en í þessari mynd fær maður að sjá vondu hliðina á honum sem er engin smá breyting. Vegna þess að maður hefur alltaf séð hann í svona good guy hlutverkum þá verður hann svo extra creepy. Hann er að mínu mati eitt það besta við myndina.
Ég myndi mæla með þessari mynd fyrir alla sem kalla sig aðdáendur spennutrylla og hafa smá þolinmæði.
Hér er linkur á eitt uppáhaldsatriðið mitt í myndinni (get ekki embeddað það af einhverri ástæðu):
Og hér er trailerinn:
Wednesday, November 11, 2009
Penelope (2006)
Penelope fjallar um stúlku sem fæðist með svínsnef. Staðan er sú að fyrir langa langa löngu lagði norn álög á fjölskylduna hennar að fyrsta dóttirin sem myndi fæðast inní fjölskylduna skyldi líta út eins og svín nema einhver eins og hún (semsagt blue-blood, það er einhver sem er ekki bara úr ríkri fjölskyldu heldur svona upper class old money fjölskyldu) myndi elska hana. Móðir Penelope lokar hana inni vegna áhuga fölmiðla á Penelope og vegna þess að hún vill ekki að hún verði fyrir háði frá almenningi. þegar Penelope verður eldri reynir mamman að finna handa henni mann sem gæti létt bölvuninni, en allir menn hlaupa burt öskrandi og fleygja sér jafnvel út um glugga. Penelope strýkur svo að heiman og fær að kynnast heiminum, finnur ást og kemst að lokum að því að meira lá í bölvuninni en fyrst var haldið.
Þessi mynd er barnamynd en samt einhvern veginn ekki. Orðaforði og "dónalegur" húmor læðist inn í nokkrar senur og ég hafði allavega mun meira gaman af henni en ég hef af flestum þeim barnamyndum sem ég hef séð síðustu árin. En hún er auðvitað klisju gjörn og með augljósan boðskap um að elska sjálfan sig og aðra þrátt fyrir þeirra galla, sem er algerlega troðið ofan í kokið á manni, en mér er sama ég naut þess að horfa á þessa mynd og gat ekki hætt að brosa þegar hennar típíski, ótrúlega væmni, góði endir birtist á skjánum.
Ég kom að þessari mynd með akkurat enga vitneskju, ég vissi ekki hver gerði hana, hverjir léku í henni eða um hvað hún væri og ég hafði sérstaklega gaman af því að vita ekki hverjir léku í henni af því að hún er svo stútfull af andlitum sem allir þekkja. Fyrst birtist Richard E. Grant, Catherine O'Hara (sem ég þekkti ekki fyrr en leið yfir hana og fékk þá algert Home Alone flashback), Christina Ricci, James McAvoy, Russel Brand og Reese Witherspoon til að nefna nokkra. Það truflaði mig mjög snemma í myndinni að það er ekki tekið fram hvort hún eigi að gerast í Bandaríkjunum eða Bretlandi og flestir leikararnir eru með breskan hreim en hinir ekki. (Koms seinna að því að hún á að gerast í Bandaríkjunum en er tekin upp í Bretlandi)
Þetta er fyrsta myndin sem leikstjórinn Mark Palansky gerði í fullri lengd. Mér finnst hún vel leikstýrð, ekkert mikið um einhver fansí skot, færð nokkru sinnum tilfinninguna að leikstjórinn hafi verið að prufa sig áfram með sjónahorn en að mínu mati virka þau alltaf og verða aldrei of áberandi.
Ég hafði mjög gaman af tónlist myndarinnar, fannst hún passa gífurlega vel við. Fannst samt ótrúlega spes í endann þegar Hoppípolla með Sigur rós byrjaði að spila. Eitthvað mjög spes við að horfa á Christinu Ricci og James McAvoy á skjánum og hlusta á íslenskan söng undir.
Penelope kom mér mjög á óvart og ég hafði mjög gaman af henni. Ljúfur ævintýra blær yfir henni allri þó að hún sýni nokkuð eðlilegar persónur. auðvitað er hún ýkt þetta er ævintýri en ég held samt að allir myndu sína manneskju með svínsnef mjög ýkt viðbrögð.
Held að eini galli myndarinnar í mínum augum sé sá að þrátt fyrir svínsnefið er Christina Ricci ennþá ótrúlega krúttleg.
Subscribe to:
Posts (Atom)