Friday, December 4, 2009

Imaginary Heroes [2004]


"One of two things happens when you meet your heroes-either they're *beep* or they're just like you. Either way you always lose"

Imaginary Heroes fjallar um fjölskyldu sem er mjög ónáin enginn talar almennilega saman og fylgist ekki með hvoru öðru. En þegar eldri sonurinn fremur sjálfsmorð liggur fjölskyldan eftir í molum. Eldri sonurinn heiti Matt (Kip Pardue) og er einn besti sundmaður BNA og mjög vinsæll en yngri sonurinn Tim (Emile Hirsch) er ófélagslyndur, lærði á píanó en hefur aldrei sýnt hæfileika (neitar að spila) og hefur aldrei fallið inn í fjölskylduna.
Áhorfandinn fylgist svo með hverjum fjölskyldumeðlim kljást við sorgina á sína vegu.
Þegar Matt skýtur sig verður pabbinn mjög hlédrægur, mamman hálf missir sig og Tim þarf að reyna að finna sér nýjan stað innan fjölskyldunar.


Fyrir mörgum árum sá ég American Beauty og hataði hana. Imaginary Heroes minnir mig að mörgu leiti á hana nema hún pirraði mig ekki jafn mikið. Ég á samt alveg ótrúlega erfitt með að mynda mér skoðun á myndinni. Hún hefur mörg skemmtileg atriði og góðan leik, en er með aðeins og þunglynt viðhorf um lífið og mikinn áróður um sjálfsmorð. Ég verð að segja að ef þið viljið horfa á mynd með pælingar um sjálfsmorð horfið þá frekar á Wristcutters: A Love Story hún er miklu betri.
Það sem gerði það erfitt fyrir mig að horfa á myndina er það að þeir tóku að sér of mörg vandamál og náðu ekki að fara yfir þau öll. Ég er ekki að segja að ég vilji að allar myndir sem ég horfi á þurfi að taka X mörg vandamál og ganga fullkomlega frá þeim öllum í lok myndarinnar. En mér finnst Imaginary taka aðeins of mörg vandamál sem þeir gleymdu svo að minnast aftur á.
Einnig byrja þeir á að sýna það að mamman sé í rifrildi við nágranna konuna en höfundurinn tók þá ákvörðun að láta áhorfandann bíða þangað til seint í myndinni með að komast að því hverju þær eru að rífast yfir. (SPOILER) Í ljós kemur að mamma Tim og Matt (Sigourney Weaver) svaf hjá eiginmanni nágranna konunar, höfundur felur þetta til að við vitum ekki að Tim og Kyle besti vinur hans séu bræður. En þær upplýsingar koma öðru vandamáli myndarinnar af stað, því að þeir sváfu saman á fylleríi. Það er einmitt eitt af því sem er gert sem major vandamál í einu atriði og er svo aldrei nefnt aftur.
En aftur að rifrildinu. Ég náði aldrei að hafa skoðun á þessu rifrildi því að það er erfitt að tengjast svona tilfinningaflækju þegar þú veist ekki um hvað hún snýst. Held að þetta hefði virkað betur ef áhorfandinn hefði vitað frá byrjun um hvað rifrildið snerist.

Ástæðan fyrir því að ég fann þessa mynd og horfði á þessa mynd var sú að Michelle Williams lék í henni en hún leikur Penny, eldri systur Matt og Tim. Reyndar kom í ljós að hún leikur lítið og frekar og ómerkilegt hlutverk. en gerir það vel.
Leikurinn í þessari mynd er yfirhöfuð mjög góður, Jeff Daniels sem leikur pabbann er ótrúlega góður þrátt fyrir lítið hlutverk, honum tekst að láta mann skilja pabbann og finn til með honum þrátt fyrir að vera ótrúlega óviðkunnalegur.
Sigourney Weaver sem leikur mömmuna gerir það ótúlega vel. Hafði sjúklega gaman af senunni þar sem hún er stoned.

Ok ætla að reyna að mynda mér skoðun um þessa mynd. Hún er frekar ófrumleg og típískt fjölskyldudrama bleak artí mynd. Með yfirdrifnum táknum eins og það að enginn heyrir í byssuskotinu inni í húsinu því að fjöslkyldan talar ekki saman, sér ekki hvort annað og heyrir ekki í hvoru öðru.
Einnig er myndin stundum mjög undarlega skrifuð, ég lá í hláturkasti eftir þessa setningu:
Penny Travis: Is there such a thing as the human heart, now there's the better question.
Tim Travis: Well, if you listen closely, you can hear 'em breaking.

Hins vegar er myndin mjög vel leikin og lýsir nokkuð vel hvernig fólk getur brugðist við mikilli sorg á mismunandi vegu.

Trailer:


Ágætis atriði:

Yojimbo



Ætla ekki að fjalla um söguþráð myndarinnar þar sem við horfðum á hana í tíma og ég líka bara náði honum ekki alveg.

Ég ætla að byrja á því að taka það fram að ég er ekki góð í að horfa á myndir sem eru á tungumáli sem ég skil ekki. Tók sérstaklega vel eftir því þegar við horfðum á frönsku myndina í síðustu viku. Ég festist í því að fylgjast með textanum í stað myndarinnar og missi af því sem er í gangi. Já þetta er ákveðin fötlun sem þarf að vinna í en hún heftir allavega hæfileika minn til þess að njóta myndarinnar.

Ég fór á imdb til að athuga skoðanir annarra um myndina og komst að þeirri niðurstöðu að ég virðist vera sú eina sem hafði ekki gaman af þessari mynd. Ok myndin er ótrúlega flott á pörtum, alveg mögnuð skot. En mér finnst leikurinn misgóður, sagan ganga hægt og mörg (flest?) slagsmála atriðin eru spes og artí.

Ætla ekki að vera að dissa mynd sem allir virðast elska nema ég. Og ég skal horfa á hana aftur seinna þegar ég læri að horfa á myndir á tungumálum sem ég tala ekki og vonast til að kunna að meta hana þá.

Talandi um ofleik og langdregni: